Klífa sitt eigið Everest og styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. maí 2017 16:45 Guðrún Harpa Bjarnadóttir fór ásamt Fjallafélaginu upp í grunnbúðir Everest síðastliðinn nóvember og stofnaði í kjölfarið Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls. Mynd/Guðrún Harpa. Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér. Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Íslandsdeild samtakanna Empower Nepali Girls standa fyrir fjáröflunarviðburði á Uppstigningardag undir yfirskriftinni Mitt eigið Everest. Markmiðið er að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og afla í leiðinni fjár fyrir samtökin, sem styrkja fátækar stúlkur í Nepal til náms. „Fyrsta markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin en annað er að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Við erum að hvetja fólk til að skora á sjálft sig og fjölskylduna og fara út fyrir þægindarammann. Við köllum það að klífa sitt eigið Everest. Það eiga allir sitt eigið Everest sem væri gaman að klífa og mismunandi hvert Everestið er. Fyrir suma getur verið næg áskorun að fara eina ferð upp Úlfarsfell og fyrir aðra þarf það ekki að vera mikil áskorun,“ segir Guðrún Harpa Bjarnadóttir, sem stofnaði Íslandsdeild samtakanna, í samtali við Vísi. Ætlunin er að dagurinn verði fjölskylduskemmtun og var ætlunin að þau tengdust fjallgöngu vegna þess hvaða þýðingu Nepal hefur meðal fjallgöngufólks. Eins og fyrr segir styrkja samtökin fátækar stúlkur í Nepal til náms. Það kostar að meðaltali um 20þúsund íslenskar krónur fyrir hverja stúlku að stunda nám í grunnskóla í eitt ár. Í þeirri upphæð eru innifalin skólagjöld, ritföng, skólabúningur og annað sem þarf í námið. Samtökin styrkja tæplega 300 börn víðs vegar í Nepal.Fjórtán tímar í fjallgöngu Fjáröflunin fer annars vegar fram með skráningargjaldi og hins vegar með áheitasöfnun. Skráningargjaldið er 5.900 krónur á hverja fjölskyldu óháð barnafjölda og aðrir safna áheitum í sínu nafni. „Það er misjafnt hvernig fólk hefur útfært það hjá sér. Einn sem á tvær dætur segir að hans markmið sé að safna því sem þarf til að mennta tvær stelpur því hann á tvær stelpur. Ein á fjórar bróðurdætur, hana langar að safna peningum sem myndu duga til að mennta fjórar stelpur, þannig það eru ýmsir vinklar sem fólk hefur á þessari söfnun.“ Viðburðurinn er á Uppstigningardag, sem verður að teljast afar viðeigandi. Einhverjir göngugarpar ætla að vera á göngu allan daginn í fjórtán klukkutíma. „Þeir sem verða í því verða á ferðinni frá 9 um morguninn til 11 um kvöldið og við erum að vonast til að ná kannski tíu ferðum á þeim tíma. En það er gert ráð fyrir að flestir fari eina til tvær ferðir. Við höfum hvatt fólk til að koma og vera á bilinu 12 til 4 þannig það verði sem flestir á ferðinni á þeim tíma. Þá myndast mikil orka í fjallinu og skemmtileg stemning.“Nánari upplýsingar um viðburðinn er hægt að nálgast hér.
Nepal Tengdar fréttir Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: "Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15