Met Gala 2017: Hver er Rei Kawakubo? Ritstjórn skrifar 1. maí 2017 19:45 Það fer sjaldnast mikið fyrir Rei Kawakubo. Myndir/Getty Í huga tískuáhugafólks er fyrsti mánudagurinn í maí heilagur. Þá fer fram Met Gala eins og hefur verið fjallað um hér á Glamour. Óhætt er að segja að viðburðurinn sé sá stærsti og mest áberandi í tískuheiminum ár hvert. Þetta árið snýst þema kvöldsins í kringum japanska hönnuðinn Rei Kawakubo, stofnanda Commes De Garcons og Dover Street Market. Oft er talað um að Rei sé ein áhrifamesti hönnuður samtímans. Hún fer sínar eigin leiðir og það er óhætt að segja að hún sé meira í því að skapa listaverk sem hægt er að klæðast heldur en föt. Hún hefur starfað sem hönnuður seinustu 40 ár og er hvergi nærri hætt. Einstök sýn Rei á tísku hefur skapað svokallaðan 'cult' hóp af fylgjendum. Hönnun hennar leikur sér af hinum hefðbundnu takmörkum tískunnar. Því er óhætt að segja að hún sé ein af merkustu núlifandu hönnuðum í heiminum í dag. Í kvöld verður hún heiðruð af Anna Wintour og fleiri áhrifavöldum. Þar munu stærstu stjörnurnar safnast saman og klæða sig upp í sitt fínasta púss. Glamour mun fylgjast með rauða dreglinum bæði hér á Glamour.is sem og á Instagram. Myndir frá sýningunni í Metropolitan safninu í New York.Við opnun sýningarinnar í dag með Anna Wintour. RESPECT. @commedesgarcons A post shared by Carine Roitfeld (@carineroitfeld) on Apr 30, 2017 at 8:33am PDT Mest lesið Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Rafmögnuð sýning Versace í Mílanó Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Níundi áratugurinn snýr aftur hjá Saint Laurent Glamour Íþróttabuxur heitasta trendið Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Carrie Fisher sem Princess Leia hafði mikil áhrif á tískuheiminn Glamour Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Glamour Dóttir Cindy Crawford landar sínum fyrsta sóló forsíðuþætti Glamour
Í huga tískuáhugafólks er fyrsti mánudagurinn í maí heilagur. Þá fer fram Met Gala eins og hefur verið fjallað um hér á Glamour. Óhætt er að segja að viðburðurinn sé sá stærsti og mest áberandi í tískuheiminum ár hvert. Þetta árið snýst þema kvöldsins í kringum japanska hönnuðinn Rei Kawakubo, stofnanda Commes De Garcons og Dover Street Market. Oft er talað um að Rei sé ein áhrifamesti hönnuður samtímans. Hún fer sínar eigin leiðir og það er óhætt að segja að hún sé meira í því að skapa listaverk sem hægt er að klæðast heldur en föt. Hún hefur starfað sem hönnuður seinustu 40 ár og er hvergi nærri hætt. Einstök sýn Rei á tísku hefur skapað svokallaðan 'cult' hóp af fylgjendum. Hönnun hennar leikur sér af hinum hefðbundnu takmörkum tískunnar. Því er óhætt að segja að hún sé ein af merkustu núlifandu hönnuðum í heiminum í dag. Í kvöld verður hún heiðruð af Anna Wintour og fleiri áhrifavöldum. Þar munu stærstu stjörnurnar safnast saman og klæða sig upp í sitt fínasta púss. Glamour mun fylgjast með rauða dreglinum bæði hér á Glamour.is sem og á Instagram. Myndir frá sýningunni í Metropolitan safninu í New York.Við opnun sýningarinnar í dag með Anna Wintour. RESPECT. @commedesgarcons A post shared by Carine Roitfeld (@carineroitfeld) on Apr 30, 2017 at 8:33am PDT
Mest lesið Útvíðarbuxur koma aftur í stórum stíl Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Rafmögnuð sýning Versace í Mílanó Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Níundi áratugurinn snýr aftur hjá Saint Laurent Glamour Íþróttabuxur heitasta trendið Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Carrie Fisher sem Princess Leia hafði mikil áhrif á tískuheiminn Glamour Beyoncé gagnrýnd fyrir eitt rauðvínsglas Glamour Dóttir Cindy Crawford landar sínum fyrsta sóló forsíðuþætti Glamour