VW Phaeton verður Phideon GTE og aðeins í Kína Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 15:07 Volkswagen Phideon GTE. Volkswagen hætti við að framleiða og selja flaggskipið Phaeton í Evrópu en það þýddi ekki að bíllinn væri dauður úr öllum æðum. Ákveðið var að bjóða hann eingöngu í Kína, en þar hafa kaupendur mikla lyst fyrir stóra fólksbíla og láta gjarnan bílstjóra aka sér í þeim. Volkswagen hafði lokið við hönnun á næstu kynslóð Phaeton þegar ákvörðunin um að hætta framleiðslu hans í Evrópu var tekin. Það hefði því verið mikil synd af sú hönnun hefði ekki nýst fyrirtækinu og farið fullkláruð í tunnuna. Volkswagen ákvað þó að breyta nafninu úr Phaeton í Phideon GTE. Fyrirtækið sýnir nú þessa fullgerðu útfærslu bílsins á bílasýningunni í Shanghai, en þessi bíll var líka sýndur í frumgerð á bílasýningunni í Genf í fyrra. Stærsti tengiltvinnbílinn VW Phideon hefur þó breyst frá frumgerðinni, hann er orðinn tengitvinnbíll sem komast má á fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu og fær því stafina GTE í enda nafnsins. Er þarna því kominn stærsti tengiltvinnbíll sem Volkswagen hefur framleitt. Rafmagnsdrifrásin í bílnum er sú sama og finna má í Audi A6 L E-Tron bílnum sem líka fæst eingöngu í Kína. Sá bíll hefur verið til sölu í Kína í nokkur ár og selst vel. VW Phideon er eingöngu framleiddur í Kína. Hann má fá með 2,0 lítra TFSI bensínvél sem er 245 hestöfl og togar 500 Nm. Að auki er í bílnum 14,1 kWh rafhlaða sem tryggir 50 km akstur á rafmagninu einu saman og 850 km heildardrægni. Bílinn má einnig fá með 3,0 lítra V6 bensínvél sem er 300 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Líkur eru á því að Phaeton sé þó ekki alveg horfinn frá Evrópu, en búist er við því að hann verði boðinn innan fárra ára sem hreinræktaður rafmagnsbíll og þá framleiddur í Þýskalandi, nánar tiltekið í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent
Volkswagen hætti við að framleiða og selja flaggskipið Phaeton í Evrópu en það þýddi ekki að bíllinn væri dauður úr öllum æðum. Ákveðið var að bjóða hann eingöngu í Kína, en þar hafa kaupendur mikla lyst fyrir stóra fólksbíla og láta gjarnan bílstjóra aka sér í þeim. Volkswagen hafði lokið við hönnun á næstu kynslóð Phaeton þegar ákvörðunin um að hætta framleiðslu hans í Evrópu var tekin. Það hefði því verið mikil synd af sú hönnun hefði ekki nýst fyrirtækinu og farið fullkláruð í tunnuna. Volkswagen ákvað þó að breyta nafninu úr Phaeton í Phideon GTE. Fyrirtækið sýnir nú þessa fullgerðu útfærslu bílsins á bílasýningunni í Shanghai, en þessi bíll var líka sýndur í frumgerð á bílasýningunni í Genf í fyrra. Stærsti tengiltvinnbílinn VW Phideon hefur þó breyst frá frumgerðinni, hann er orðinn tengitvinnbíll sem komast má á fyrstu 50 kílómetrana á rafmagni eingöngu og fær því stafina GTE í enda nafnsins. Er þarna því kominn stærsti tengiltvinnbíll sem Volkswagen hefur framleitt. Rafmagnsdrifrásin í bílnum er sú sama og finna má í Audi A6 L E-Tron bílnum sem líka fæst eingöngu í Kína. Sá bíll hefur verið til sölu í Kína í nokkur ár og selst vel. VW Phideon er eingöngu framleiddur í Kína. Hann má fá með 2,0 lítra TFSI bensínvél sem er 245 hestöfl og togar 500 Nm. Að auki er í bílnum 14,1 kWh rafhlaða sem tryggir 50 km akstur á rafmagninu einu saman og 850 km heildardrægni. Bílinn má einnig fá með 3,0 lítra V6 bensínvél sem er 300 hestöfl og fjórhjóladrifinn. Líkur eru á því að Phaeton sé þó ekki alveg horfinn frá Evrópu, en búist er við því að hann verði boðinn innan fárra ára sem hreinræktaður rafmagnsbíll og þá framleiddur í Þýskalandi, nánar tiltekið í stærstu verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent