10% samdráttur í bílasölu í apríl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 09:07 Þó samdráttur hafi orðið í sölu bíla í apríl er aukningin á árinu 14,1%. Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent