10% samdráttur í bílasölu í apríl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2017 09:07 Þó samdráttur hafi orðið í sölu bíla í apríl er aukningin á árinu 14,1%. Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Í nýlíðnum apríl var minni bílasala hérlendis en í apríl í fyrra og munar þar um 10%. Alls voru skráðir 2.048 nýir fólksbílar í apríl í ár. Samtals er bílasala orðin 6.705 á árinu en var 5.876 í fyrra, sem er aukning um 14,1%. Því má segja að góður gangur sé í bílasölu á árinu þó svo í apríl hafi verið minnkandi sala, en hún skýrist að hluta til af fleiri frídögum í apríl í en í fyrra. Páskarnir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. Liðlega 40% af heildarnýskráningum fólksbíla eru bílaleigubílar og hefur hlutfall þeirra í heildaskráningum heldur hækkað frá fyrri mánuðum. Margir kjósa nú sjálfskipta bíla en tæp 44% nýskráðra bíla er sjálfskiptur, segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent