Lífið

Ítarleg umfjöllun frá Kænugarði á öllum miðlum 365

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Miðlar 365 verða á staðnum í Kænugarði.
Miðlar 365 verða á staðnum í Kænugarði.
Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga.

Þeir verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.

Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.

Þeir félagar fljúga út til Úkraínu á föstudagsmorgun og má búast við því að veislan hefjist á samfélagsmiðlunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hefðbundari umfjöllun hefst síðan á laugardaginn þegar þeir byrja að skanna götur Kænugarðs í leit að góðum Eurovision-fréttum.

Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.

Svala Björgvinsdóttir keppir fyrir Íslands hönd í Kænugarði og stígur hún á svið næsta þriðjudag, 9. maí, á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×