Heyrði sprenginguna inn um svefnherbergisgluggann Hrund Þórsdóttir skrifar 3. maí 2017 20:00 Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“ Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Að minnsta kosti átta létu lífið og tuttugu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Árásin var gerð á bílalest Nató nálægt bandaríska sendiráðinu í borginni, en hún átti sér stað á háannatíma í morgun. Átta almennir borgarar féllu og tuttugu og fimm særðust, þar af þrír bandarískir hermenn. Sprengjan var afar öflug og brotnuðu rúður í nálægum húsum. Una Sighvatsdóttir, friðargæsluliði og upplýsingafulltrúi Nató á svæðinu, fann vel fyrir sprengingunni. „Ég varð mjög vör við hana. Hún sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni að staðartíma og heyrðist mjög vel inn um svefnherbergisgluggann hjá mér. Ég hélt þess vegna fyrst að hún væri mjög nálægt mér en svo reyndist hún nú vera nokkur hundruð metra í burtu.“ Una segir tíðni árása í Kabúl hafa farið stigvaxandi það sem af er ári en hún er staðsett á hinu svokallaða græna svæði í borginni, sem er sérstakt öryggissvæði. „Viðbrögð við árásinni í morgun hafa verið að loka höfuðstöðvum NATO. Öllum vegum á græna svæðinu hefur líka verið lokað um óákveðinn tíma. Það eru vopnaðir öryggisverðir á hverju horni, en svo verður slakað á því þegar búið er að tryggja aðstæður.“ Una segir að reglulega séu gerðar sprengjuárásir í borginni sem flestar beinist að sveitum Nató. Oftast bitni þær þó á almennum borgurum og því miður hafi reynst erfiðara verkefni að koma á friði en alþjóðaliðið á vettvangi hafi búist við. „Núna hefur ríkt pattstaða í dálítinn tíma og frekar horfur á að ástandið fari versnandi en hitt. NATO er með til alvarlegrar skoðunar að senda aukaherlið hingað og ákvörðun um það verður væntanlega tekin á næstu vikum. Markmiðið er að reyna að brjóta upp þessa pattstöðu.“
Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira