Eurovision-sérfræðingar í setti: „Strangt til tekið gætum við haldið keppnina“ Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 5. maí 2017 20:00 Þeir Páll Óskar og Flosi mættu í sérstakan upphitunarþátt fyrir Eurovision á Stöð 2. vísir/egill Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Á þriðjudagskvöldið stígur Svala Björgvinsdóttir á svið úti í Úkraínu og flytur lagið Paper fyrir hönd íslensku þjóðarinnar í Eurovision. Svala er þrettánda í röðinni og er eftirvæntingin orðin mikil fyrir kvöldinu hjá landanum. Eins og alltaf er bjartsýnin mikil fyrir íslenska atriðinu og virðast Íslendingar spá því að Svala komist upp úr fyrri undanriðlinum. Sérstakur upphitunarþáttur fyrir Eurovision var á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, og var þátturinn í umsjón Stefáns Árna Pálssonar og Benedikts Bóas, en sérfræðingar Stöðvar 2 voru að þessu sinni Páll Óskar Hjálmtýsson og Flosi Jón Ófeigsson, sem er í stjórn FÁSES.Hefur viðhorfið gagnvart keppninni breyst?„Þegar ég var sex ára þá byrjaði ég að leika bakraddardansana og syngja með á öllum tungumálum og ég var kannski ekki var við það að þetta væri kannski eitthvað nördaáhugamál. Eftir því sem maður var eldri, þá sá maður það að pabbarnir voru kannski ekki tilbúnir að viðurkenna það að þeir væru að horfa á þetta. Samt höfðu allir skoðanir á Eurovision,“ segir Flosi og bætir við að þetta hafi í raun allt breyst þegar Páll Óskar steig á sviðið í Dyflinni árið 1997 í Dublin. „Þá höfðu sko allir skoðanir á þessari keppni og þá áttaði ég mig á því að ég elska þetta show.“ „Ég hitti Svölu um daginn og gaf henni bara eitt heillarráð, og það var að syngja inn í myndavélina. Það er pínulítið fríkað að vera inni í svona risasal með þúsundir áhorfenda sem eru að öskra og æpa út í eitt, en það sem þér ber að gera er að syngja inn í þessa myndavél sem er fyrir framan þig,“ segir Páll Óskar en hann vill meina að Eurovision sé einn risastór sjónvarpsþáttur. „Það er myndavélin sem skiptir máli, ekki öskrin og lætin í kringum þig. Eurovision er sjónvarpsþáttur sem í rauninni gæti virkað í frekar litlu rými. Þessir þúsundir áhorfenda, öll ljósin og allt það er í rauninni skraut.“Gæti því Ísland haldið keppnina án áhorfenda og bara fyrir sjónvarp?„Strangt til tekið gætum við haldið keppnina. Við eigum Kórinn og þú getur búið til flottan sjónvarpsþátt í Kórnum. Færri komast að en vilja, en samt höfum við þennan glugga. Við höfum komist í annað sætið eins og hefur sýnt sig. Við náðum fjórða sætinu með Stjórninni. Á meðan lagið er gott og flutningurinn heppnast þúsund prósent hverja einustu sekúndu, þá eigum við sama séns.“ Flosi segir að Páll Óskar hafi í raun breytt þessari keppni fyrir tuttugu árum. „Ég hef oft heyrt í aðdáendum Eurovision um heim allan og þeir segja margir að hans flutningur hafi opnað hjartað þeirra. Hann breytti líka bara tónlistarþemanu sem var í gangi í keppninni á þessum tíma, því keppnin var á leiðinni frekar niður á við.“ Þeir voru báðir á því að Ítalir myndu vinna keppnina og að Svala Björgvinsdóttir færi áfram í keppninni á þriðjudagskvöldið.Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson fljúga út þann 5. maí og verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira