Sala jeppa, jepplinga og pallbíla 56% nýrra bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. maí 2017 16:22 Bílar eins og Nissan Qashqai eru mjög vinsælir þessa dagana. Kauphegðun fólks á bílum hér á landi er keimlík öðrum mörkuðum nú hvað góða sölu í jeppum, jepplingum og pallbílum varðar. Þegar skoðaðar er sölutölur fyrir fyrstu 4 mánuði ársins og aðeins taldir til seldir bílar til einstaklinga og fyrirtækja sést að 56,3% nýrra bíla eru af slíkum gerðum. Ef sala til bílaleigubíla er talin með er talan 48%. Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Á sama tíma og greinileg aukning er á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum hefur dregið úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment). Þegar skoðaðar eru sölutölur frá einstaka umboðum sést að BL er langstærsta umboðið með 2.148 bíla sölu og 29,2% hlutdeild. Næst á eftir kemur Toyota með 1.325 selda bíla og 18,0% hlutdeild, svo Brimborg með 1.186 og 16,1% hlutdeild, þá Askja með 1.004 og 13,6% hlutdeild og Hekla með 854 og 11,6% hlutdeild. Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Kauphegðun fólks á bílum hér á landi er keimlík öðrum mörkuðum nú hvað góða sölu í jeppum, jepplingum og pallbílum varðar. Þegar skoðaðar er sölutölur fyrir fyrstu 4 mánuði ársins og aðeins taldir til seldir bílar til einstaklinga og fyrirtækja sést að 56,3% nýrra bíla eru af slíkum gerðum. Ef sala til bílaleigubíla er talin með er talan 48%. Í heildina keyptu landsmenn 13% fleiri nýja bíla fyrstu fjóra mánuði ársins heldur en á sama tímabili árið 2016. Á sama tíma og greinileg aukning er á sölu fjórhjóladrifinna bíla og þá sér í lagi á jeppum, jepplingum og pallbílum hefur dregið úr sölu á hefðbundnum, meðalstórum fólksbílum (C segment). Þegar skoðaðar eru sölutölur frá einstaka umboðum sést að BL er langstærsta umboðið með 2.148 bíla sölu og 29,2% hlutdeild. Næst á eftir kemur Toyota með 1.325 selda bíla og 18,0% hlutdeild, svo Brimborg með 1.186 og 16,1% hlutdeild, þá Askja með 1.004 og 13,6% hlutdeild og Hekla með 854 og 11,6% hlutdeild.
Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent