Porsche 911 GT3 nær 7:12,7 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 16:00 Porsche 911 GT3 á Nürburgring brautinni um daginn. Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent
Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent