Svala náði ekki að heilla blaðamenn á seinni æfingunni: Telja afar ólíklegt að hún komist í úrslit Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2017 17:21 Svala á sviði í Kænugarði. Eurovision Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Blaðamenn sem fylgjast með undirbúningi söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í Úkraínu spá Svölu ekki upp úr fyrra undankvöldi keppninnar sem fer fram í Kænugarði næstkomandi þriðjudagskvöld. Þetta kemur fram á Eurovision-vefnum ESC Today en þar gefa 35 blaðamenn framlög hverrar þjóðar einkunn. Þeir mega veita þremur lögum stig. Það sem er í uppáhaldi hjá hverjum blaðamanni fær fimm stig, næsta fær þrjú og það þriðja fær eitt stig. Hvert lag getur fengið að hámarki 175 stig en metið er 119 stig sem Úkraína fékk í fyrra.Tekið er fram á vef ESC Today að þessi könnun valdi 18 af þeim 20 þjóðum sem komust áfram í úrslitin í fyrra og var með fyrstu þær þrjár þjóðir sem höfnuðu í efsta sæti einnig í efstu sætum könnunarinnar, Úkraínu, Ástralíu og Rússland. Svala fékk lága einkunn eftir fyrri æfinguna en einnig voru greidd atkvæði eftir seinni æfinguna og náði Svala heldur ekki að heilla þessa blaðamenn á henni. Hún fær ellefu stig í heildina og er talin afar ólíkleg til að komast í úrslit Eurovision. Er henni spáð fimmtánda sætinu í sínum undanriðli en fulltrúi Armeníu fékk langflest stig, 100 talsins, næst Finnland með 72 stig og svo Moldóvía með 69 stig.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn.Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365.Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira