Íslendingar héldu uppi stuðinu í Kænugarði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. maí 2017 07:00 Svala þarf að svara spurningum fjölmargra blaðamanna. mynd/eurovision Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum. Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Um hundrað manns sóttu gleðskap íslensku Eurovision-sendinefndarinnar í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal annars létu sendinefndir Finna, Ástrala og Moldóva sjá sig. „Við erum að vonum ánægð með mætinguna. Þarna kom fólk úr öðrum sendinefndum, svolítið af þulum. Við lögðum áherslu á að reyna að ná þulunum sem eru með okkur í undanriðli til að fá þá til að tala svolítið fallega um okkur og fá þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir Felix Bergsson, einn nefndarmanna, léttur í bragði. Felix segir stemninguna hafa verið rosalega góða. „Ekki síst vegna þess að Svala steig á stokk og söng og gerði það alveg dásamlega. Það kom einna helst á óvart að Vetrarsól Gunnars Þórðarsonar fór svona vel í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara táraðist.“Felix Bergsson.Þá segir hann að Svala Björgvinsdóttir, keppandi Íslands, hafi að sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði á íslensku og á ensku. Íslenska sendinefndin er í keppnisskapi og ætlar að sjá til þess að Svölu gangi sem allra best. „Við erum bara á fullu að kynna hana til að koma henni á framfæri og koma laginu áfram. Þetta er endalaus vinna. Þetta er í raun heilmikið álag á listamanninum,“ segir Felix. Til dæmis hafi Svala sungið fjögur lög í boðinu og staðið svo í viðtölum og myndatökum í klukkutíma. Hún fær hins vegar litla hvíld. „Hún er rétt búin að skríða heim á hótel núna til að hvíla sig í hálftíma. Svo förum við af stað í rútu, nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara í moldóvska partíið þar sem hún ætlar að performera,“ segir Felix. Hann segir að margir geri sér ekki grein fyrir því að keppendur eigi það til að missa röddina eftir allan undirbúninginn. „Það er ekki síst vegna þess að þeir tala svo mikið. Það er svo mikið áreiti, mikið af viðtölum og mikið af aðdáendum sem þarf að sinna.“ Svala stígur á svið á þriðjudaginn á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðalkeppnin fer síðan fram laugardagskvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og íslenska þjóðin stendur af heilum hug á bakvið íslenska keppandann. Ábyrgð Felix og félaga í íslensku sendinefndinni er því mikil. „Við erum með stóran og góðan hóp í kringum hana og þetta gengur allt mjög vel,“ segir Felix. Þeir Benedikt Bóas Hinriksson og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn á fréttastofu 365, eru í Kænugarði. Munu þeir standa fyrir ítarlegri umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni og hér í Fréttablaðinu á næstu dögum.
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira