Ráðherra segir nauðsynlegt að ríkið ræði sem fyrst við sveitarfélögin um Borgarlínu Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 15:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/pjetur Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir aðkomu ríkisins að uppbyggingu Borgarlínunnar í fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlað er að fyrsti áfangi samgöngukerfisins muni kosta á bilinu 30 til 40 milljarða. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framlög ríkisins til uppbyggingar borgarlínu en kerfið er fyrirhugað sem uppbygging almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við fyrsta áfanga er metinn á bilinu 30 til 40 milljarðar og á fyrsti áfangi að verða tekinn í notkun árið 2022. Í kjölfar fréttanna í gær setti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stöðuuppfærslu á Facebook þar sem þar sem hún áréttaði að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarflokkanna væri skýr hvað varðar samgöngumálin en í sáttmálanum segir að „lögð verði áhersla á gott samstarf við sveitarfélög um allt land við uppbyggingu samgöngumannvirkja í samræmi við þarfir íbúa. Skoðaður verði möguleiki á samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um „Borgarlínu“.“ Þorgerður Katrín segir þetta vera framtíðarmál fyrir okkur öll, þjóðfélagið og umhverfið. „Ég held að þetta samtal verði að eiga sér stað fyrr en síðar. Þetta er líka í stjórnarsáttmálanum, að ræða við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um Borgarlínuna. En fyrir okkur sem búum á suðvesturhorninu hefur það mikla þýðingu að við sjáum eitthvað í land hvað varðar Borgarlínu.“ Þorgerði Katrínu finnst samgönguráðherra ekki hafa verið að slá af hugmyndir um aðkomu ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins. En ekki er gert ráð fyrir framlögum frá ríkinu í uppbyggingu samgöngukerfisins fimm ára ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Það finnst mér kannski ekki. Hann er kannski einfaldlega raunsær. Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki fjármagn eins og er, eða áætlað í fjármálaáætlun, en ég undirstrika það að við skrifuðum meira en hálf ríkisstjórnin undir samstarfsyfirlýsingu varðandi aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og Borgarlína væri mikilvægt tæki til að vinna gegn þeim. Þannig að ég tel mikilvægt að við förum í þetta fyrr en síðar og ég tel að það sé enginn í ríkisstjórninni að setja sig upp á móti því.“ Þorgerður Katrín segir að samtalið við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað sem fyrst. „Þetta er risahagsmunamál. Menn verða að fara að setjast niður og ræða framtíðina hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu, hvað varðar umferðina sem hefur gríðarleg áhrif meðal annars á loftslagið á umhverfið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Borgarlína Samgöngur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Umhverfisráðherra vill ná loftlagsmarkmiðum á undan áætlun Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er bjartsýn á framgang áætlunarinnar. 5. maí 2017 19:27