Stóraukin rafmagnsbílasala í Evrópu 8. maí 2017 13:32 Renault Zoe seldist rafmagnsbíla mest í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst sala rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og Hybrid bíla í Evrópu um 37,6% og taldi samtals 212.945 bíla. Aukningin í rafmagnsbílum var 49% og 29,9% í tengiltvinnbílum. Þá jókst sala á Hybrid bílum, sem ekki eru tengjanlegir við rafmagn heldur enduheimta aðeins hemlunarorku, um 61,2% og er sala slíkra bíla enn meiri en rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla samtals. Aukning varð í hverju einasta landi Evrópusambandssvæðisins, mest þó á Spáni en þar varð 87% vöxtur. Vöxturinn var 67,5% í Þýskalandi, 29,9% í Bretlandi, 24,8% í Frakklandi og 17,2% á Ítalíu. Sala rafmagnsbíla jókst ekkert í Evrópu á síðasta ári þar sem kaupendur virtust bíða útkomu nýrra og langdrægnari gerða. Lítil aukning var á sölu tengiltvinnbíla, en nú í ár hefur vöxturinn verið mikill hvað báða flokka varðar. Af einstaka rafmagnsbílum varð Renault Zoe söluhæstur í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs með 21.240 selda bíla. Næst mest seldist af Nissan Leaf (18.210) og Tesla Model S (11.564). Af tengiltvinnbílum seldist Mitsubishi Outlander PHEV best, eða í 21.318 eintökum og jókst sala hans um 32% á milli ára. Volkswagen Passat GTE varð sá næstsöluhæsti með 13.110 selda bíla og Volkswagen Golf kom þar næstur með 11.329 eintök seld. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst sala rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla og Hybrid bíla í Evrópu um 37,6% og taldi samtals 212.945 bíla. Aukningin í rafmagnsbílum var 49% og 29,9% í tengiltvinnbílum. Þá jókst sala á Hybrid bílum, sem ekki eru tengjanlegir við rafmagn heldur enduheimta aðeins hemlunarorku, um 61,2% og er sala slíkra bíla enn meiri en rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla samtals. Aukning varð í hverju einasta landi Evrópusambandssvæðisins, mest þó á Spáni en þar varð 87% vöxtur. Vöxturinn var 67,5% í Þýskalandi, 29,9% í Bretlandi, 24,8% í Frakklandi og 17,2% á Ítalíu. Sala rafmagnsbíla jókst ekkert í Evrópu á síðasta ári þar sem kaupendur virtust bíða útkomu nýrra og langdrægnari gerða. Lítil aukning var á sölu tengiltvinnbíla, en nú í ár hefur vöxturinn verið mikill hvað báða flokka varðar. Af einstaka rafmagnsbílum varð Renault Zoe söluhæstur í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs með 21.240 selda bíla. Næst mest seldist af Nissan Leaf (18.210) og Tesla Model S (11.564). Af tengiltvinnbílum seldist Mitsubishi Outlander PHEV best, eða í 21.318 eintökum og jókst sala hans um 32% á milli ára. Volkswagen Passat GTE varð sá næstsöluhæsti með 13.110 selda bíla og Volkswagen Golf kom þar næstur með 11.329 eintök seld.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent