Emma Watson sigraði fyrstu kynlausu MTV verðlaunin Ritstjórn skrifar 8. maí 2017 20:00 Emma Watson var ánægð með verðlaunin í gær. Mynd/Getty Í gær fóru fram kvikmyndaverðlaun MTV. Þar voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í kynlausum flokkum í stað þess að vera með sér flokka fyrir konur og karla. Emma Watson sigraði í flokkinum "Big-screen actor accolade". Í flokkinum keppti hún á móti James McAvoy, Hugh Jackman og Daniel Kaluuya. Emma sagði í þakkarræðu sinni að ákvörðun MTV að vera með kynlausa flokka væri mikilvægt skref í rétta átt að jafnrétti í kvikmyndaheiminum. Ungstirnið Millie Bobby Brown sigraði einnig í sínum flokki, besti leikari/leikkona í sjónvarpsþætti. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að fleiri verðlaunahátíðir muni taka upp þetta nýja kerfi í framtíðinni. Mest lesið Fyrstu skrefin í átt að heilbrigðu hári Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Litríkur stílisti sem gaman er að fylgjast með Glamour Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Varastu ekki sterkar varir Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Stelum stílnum af Kendall Jenner Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour
Í gær fóru fram kvikmyndaverðlaun MTV. Þar voru í fyrsta sinn veitt verðlaun í kynlausum flokkum í stað þess að vera með sér flokka fyrir konur og karla. Emma Watson sigraði í flokkinum "Big-screen actor accolade". Í flokkinum keppti hún á móti James McAvoy, Hugh Jackman og Daniel Kaluuya. Emma sagði í þakkarræðu sinni að ákvörðun MTV að vera með kynlausa flokka væri mikilvægt skref í rétta átt að jafnrétti í kvikmyndaheiminum. Ungstirnið Millie Bobby Brown sigraði einnig í sínum flokki, besti leikari/leikkona í sjónvarpsþætti. Það verður forvitnilegt að sjá hvort að fleiri verðlaunahátíðir muni taka upp þetta nýja kerfi í framtíðinni.
Mest lesið Fyrstu skrefin í átt að heilbrigðu hári Glamour „Mér leið alltaf eins og enginn vildi kyssa mig" Glamour Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman Glamour Harry Styles sýnir loksins nýju hárgreiðsluna Glamour Litríkur stílisti sem gaman er að fylgjast með Glamour Hvetja gesti hátíðarinnar til að sýna samstöðu Glamour Varastu ekki sterkar varir Glamour Kendall og Gigi klífa upp Forbes listann Glamour Stelum stílnum af Kendall Jenner Glamour Gigi Hadid þurfti að beita sjálfsvörn eftir að ráðist var að henni Glamour