Lancia fæst nú aðeins á Ítalíu Finnur Thorlacius skrifar 9. maí 2017 10:14 Lancia Ypsilon. Fiat Chrysler hefur nú dregið Lancia bíla sína af öllum mörkuðum öðrum en á Ítalíu. Engin formleg tilkynning hefur borist frá Fiat Chrysler en söluumboðum í mörgum Evrópulöndum var lokað um síðustu helgi. Lancia var með söluumboð í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Sviss og öðrum stærri löndum álfunnar. Þeim hefur nú verið lokað. Það er ef til vill ekki mikill söknuður fólginn í þessum lokunum þar sem Lancia framleiðir nú aðeins eina bílgerð, Ypsilon, bíl sem byggður er á Fiat 500 bílnum og er lítill borgarbíll. Hann selst enn ágætlega í heimalandinu Ítalíu, en illa í öðrum löndum og það væntanlega skýrir lokunina. Framleiðslu Lancia Delta, Thema og Voyager bílanna var hætt á árunum 2014 og 2015 og þá strax var orðið ljóst að Fiat Chrysler ætlaði eingöngu að selja sinn eina framleiðslubíl á Ítalíu. Það hefur nú raungerst. Lancia merkið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, en bílar frá Lancia voru í eina tíð afara eftirsóttir af bílaáhugamönnum og þóttu sportlegir og skemmtilegir bílar. Lancia var stofnað árið 1906 og komst í hendur Fiat árið 1969. Lancia bílar eiga glæsta sögu í ralli og voru mjög sigursælir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og á samtals 11 titla í þeirri mótaröð. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Fiat Chrysler hefur nú dregið Lancia bíla sína af öllum mörkuðum öðrum en á Ítalíu. Engin formleg tilkynning hefur borist frá Fiat Chrysler en söluumboðum í mörgum Evrópulöndum var lokað um síðustu helgi. Lancia var með söluumboð í Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi, Spáni, Sviss og öðrum stærri löndum álfunnar. Þeim hefur nú verið lokað. Það er ef til vill ekki mikill söknuður fólginn í þessum lokunum þar sem Lancia framleiðir nú aðeins eina bílgerð, Ypsilon, bíl sem byggður er á Fiat 500 bílnum og er lítill borgarbíll. Hann selst enn ágætlega í heimalandinu Ítalíu, en illa í öðrum löndum og það væntanlega skýrir lokunina. Framleiðslu Lancia Delta, Thema og Voyager bílanna var hætt á árunum 2014 og 2015 og þá strax var orðið ljóst að Fiat Chrysler ætlaði eingöngu að selja sinn eina framleiðslubíl á Ítalíu. Það hefur nú raungerst. Lancia merkið má sannarlega muna fífil sinn fegurri, en bílar frá Lancia voru í eina tíð afara eftirsóttir af bílaáhugamönnum og þóttu sportlegir og skemmtilegir bílar. Lancia var stofnað árið 1906 og komst í hendur Fiat árið 1969. Lancia bílar eiga glæsta sögu í ralli og voru mjög sigursælir á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og á samtals 11 titla í þeirri mótaröð.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent