Patrekur: Kitlar í puttana að komast aftur út á gólf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 10:00 Patrekur á hliðarlínunni með Austurríki. vísir/getty Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04