53 fiska holl í Eldvatni Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2017 10:00 Heiðar Logi með flottan birting úr Eldvatni. Mynd: Illona Illana með stórann sjóbirtingMynd: Heiðar Logi Núna stendur vorveiði á sjóbirting sem hæst og veiðin virðist vera mjög góð á öllum helstu veiðislóðum. Það sem síðan gleður er að heyra að veiðin í Eldvatni sé öll að lifna við en þetta svæði var orðið heldur rólegt síðustu ár. Það hefur verið unnið markvisst í að byggja það upp aftur og það er ekki annað að heyra en að það hafi tekist vel en holl sem lauk veiðum þar í vikunni gerði frábæra veiði. Heiðar Logi Sigtryggssson var þar við veiðar ásamt unnustu sinni Ilonu og vinum og landaði hópurinn samtals 53 fiskum á tveimur dögum og stangarfjöldinn aðeins 6 stangir. Við fengum smá skeyti frá Heiðari: "Við kærustuparið fórum ásamt fræknu föruneyti til veiðar í Eldvatni. Spennan mikil en væntingar ekki eins. Eldvatn býður uppá 6 stangir og feiknastórtsvæði. Þessi túr fór langt fram úr væntingum !! 27 stk hjá okkur eftir 2 daga veiði ! Hópurinn samanlagt 53 fiskar.Veiddum við hjùin þetta a tvíhendur og switchstangir og notuðumst við sökktaum að mestu leyti. Allir fiskarnir teknir á harða strippi !! Dýrbítur með og án gúmmilappa. Geggjaðar tökur !! Þrátt fyrir niðurgöngubirting gaf hann heljarinnar baráttu. Við fengum nokkra í stærri kantinum 87,84,80,80,77 og svo aðra minni. Stærsti birtingurinn í ferðinni var hjá Pálma 95 cm hængur. Hefðum getað sett hendina að olnboga uppí höfðingjann. Væri til í taka hann nýgenginn ! Eftir þennan túr langar mér bara aftur í Eldvatn . Flott á ! Takk fyrir mig Eldvatn við sjáumst aftur!" Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Flott veiði í Svartá í Skagafirði Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði
Illana með stórann sjóbirtingMynd: Heiðar Logi Núna stendur vorveiði á sjóbirting sem hæst og veiðin virðist vera mjög góð á öllum helstu veiðislóðum. Það sem síðan gleður er að heyra að veiðin í Eldvatni sé öll að lifna við en þetta svæði var orðið heldur rólegt síðustu ár. Það hefur verið unnið markvisst í að byggja það upp aftur og það er ekki annað að heyra en að það hafi tekist vel en holl sem lauk veiðum þar í vikunni gerði frábæra veiði. Heiðar Logi Sigtryggssson var þar við veiðar ásamt unnustu sinni Ilonu og vinum og landaði hópurinn samtals 53 fiskum á tveimur dögum og stangarfjöldinn aðeins 6 stangir. Við fengum smá skeyti frá Heiðari: "Við kærustuparið fórum ásamt fræknu föruneyti til veiðar í Eldvatni. Spennan mikil en væntingar ekki eins. Eldvatn býður uppá 6 stangir og feiknastórtsvæði. Þessi túr fór langt fram úr væntingum !! 27 stk hjá okkur eftir 2 daga veiði ! Hópurinn samanlagt 53 fiskar.Veiddum við hjùin þetta a tvíhendur og switchstangir og notuðumst við sökktaum að mestu leyti. Allir fiskarnir teknir á harða strippi !! Dýrbítur með og án gúmmilappa. Geggjaðar tökur !! Þrátt fyrir niðurgöngubirting gaf hann heljarinnar baráttu. Við fengum nokkra í stærri kantinum 87,84,80,80,77 og svo aðra minni. Stærsti birtingurinn í ferðinni var hjá Pálma 95 cm hængur. Hefðum getað sett hendina að olnboga uppí höfðingjann. Væri til í taka hann nýgenginn ! Eftir þennan túr langar mér bara aftur í Eldvatn . Flott á ! Takk fyrir mig Eldvatn við sjáumst aftur!"
Mest lesið Risavaxinn bleikja úr Eyjafjarðará Veiði Eitt magnaðasta veiðisvæði landsins Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Laxinn mættur í Ytri Rangá Veiði Flott veiði í Svartá í Skagafirði Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði