Heilt þorp til sölu í Oregon Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2017 13:01 Tiller í Oregon. Þorpið Tiller í Oregon í Bandaríkjunum er til sölu á einungis 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 385 milljónum króna. Fyrir 350 þúsund dali til viðbótar er hægt að kaupa skólahús þorpsins. Gjöf en ekki gjald. Mikil uppbygging var í Tiller og nærsveitum á fyrri helmingi síðustu aldar. Þar var mikið um timburframleiðslu, búskap og námugröft, en friðunarlög fóru illa með samfélagið. Skógarhöggi var hætt og íbúar fluttu á brott og dóu. Nú liggur Tiller í friðlandi, en einn íbúi bæjarins hóf að kaupa upp eignir þar þegar aðrir fluttu á brott. Hann er nú látinn og allt klabbið er til sölu. Inn í áðurnefndum 3,5 milljónum eru sex íbúðarhús, verslunarhúsnæði, lóð pósthússins, vatnsréttur, gangstéttir og önnur innviði og virk rafstöð. Tilboð hefur verið lagt fram af aðilum sem vilja nafnleynd, útlit er fyrir að það verði samþykkt, en enn er tekið við öðrum tilboðum samkvæmt AP fréttaveitunni. Um 235 manns búa í nærsveitum þorpsins og hafa reitt sig á byggingar og þjónustu sem hefur verið í boði þar. Þau eru uggandi um hvað verður um Tiller, en tilboðsgjafar segjast ekki ætla að stíga fram fyrr en kaupin hafa gengið í gegn.Frétt AP fréttaveitunnar Myndband frá fasteignasölunni. Staðsetning Tiller á Google Maps. Við mælum með því að skoða það í Street View áður en ákvörðunin að leggja fram tilboð er tekin. Húsnæðismál Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Þorpið Tiller í Oregon í Bandaríkjunum er til sölu á einungis 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 385 milljónum króna. Fyrir 350 þúsund dali til viðbótar er hægt að kaupa skólahús þorpsins. Gjöf en ekki gjald. Mikil uppbygging var í Tiller og nærsveitum á fyrri helmingi síðustu aldar. Þar var mikið um timburframleiðslu, búskap og námugröft, en friðunarlög fóru illa með samfélagið. Skógarhöggi var hætt og íbúar fluttu á brott og dóu. Nú liggur Tiller í friðlandi, en einn íbúi bæjarins hóf að kaupa upp eignir þar þegar aðrir fluttu á brott. Hann er nú látinn og allt klabbið er til sölu. Inn í áðurnefndum 3,5 milljónum eru sex íbúðarhús, verslunarhúsnæði, lóð pósthússins, vatnsréttur, gangstéttir og önnur innviði og virk rafstöð. Tilboð hefur verið lagt fram af aðilum sem vilja nafnleynd, útlit er fyrir að það verði samþykkt, en enn er tekið við öðrum tilboðum samkvæmt AP fréttaveitunni. Um 235 manns búa í nærsveitum þorpsins og hafa reitt sig á byggingar og þjónustu sem hefur verið í boði þar. Þau eru uggandi um hvað verður um Tiller, en tilboðsgjafar segjast ekki ætla að stíga fram fyrr en kaupin hafa gengið í gegn.Frétt AP fréttaveitunnar Myndband frá fasteignasölunni. Staðsetning Tiller á Google Maps. Við mælum með því að skoða það í Street View áður en ákvörðunin að leggja fram tilboð er tekin.
Húsnæðismál Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira