Heilt þorp til sölu í Oregon Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2017 13:01 Tiller í Oregon. Þorpið Tiller í Oregon í Bandaríkjunum er til sölu á einungis 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 385 milljónum króna. Fyrir 350 þúsund dali til viðbótar er hægt að kaupa skólahús þorpsins. Gjöf en ekki gjald. Mikil uppbygging var í Tiller og nærsveitum á fyrri helmingi síðustu aldar. Þar var mikið um timburframleiðslu, búskap og námugröft, en friðunarlög fóru illa með samfélagið. Skógarhöggi var hætt og íbúar fluttu á brott og dóu. Nú liggur Tiller í friðlandi, en einn íbúi bæjarins hóf að kaupa upp eignir þar þegar aðrir fluttu á brott. Hann er nú látinn og allt klabbið er til sölu. Inn í áðurnefndum 3,5 milljónum eru sex íbúðarhús, verslunarhúsnæði, lóð pósthússins, vatnsréttur, gangstéttir og önnur innviði og virk rafstöð. Tilboð hefur verið lagt fram af aðilum sem vilja nafnleynd, útlit er fyrir að það verði samþykkt, en enn er tekið við öðrum tilboðum samkvæmt AP fréttaveitunni. Um 235 manns búa í nærsveitum þorpsins og hafa reitt sig á byggingar og þjónustu sem hefur verið í boði þar. Þau eru uggandi um hvað verður um Tiller, en tilboðsgjafar segjast ekki ætla að stíga fram fyrr en kaupin hafa gengið í gegn.Frétt AP fréttaveitunnar Myndband frá fasteignasölunni. Staðsetning Tiller á Google Maps. Við mælum með því að skoða það í Street View áður en ákvörðunin að leggja fram tilboð er tekin. Húsnæðismál Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Þorpið Tiller í Oregon í Bandaríkjunum er til sölu á einungis 3,5 milljónir dala, sem samsvarar um 385 milljónum króna. Fyrir 350 þúsund dali til viðbótar er hægt að kaupa skólahús þorpsins. Gjöf en ekki gjald. Mikil uppbygging var í Tiller og nærsveitum á fyrri helmingi síðustu aldar. Þar var mikið um timburframleiðslu, búskap og námugröft, en friðunarlög fóru illa með samfélagið. Skógarhöggi var hætt og íbúar fluttu á brott og dóu. Nú liggur Tiller í friðlandi, en einn íbúi bæjarins hóf að kaupa upp eignir þar þegar aðrir fluttu á brott. Hann er nú látinn og allt klabbið er til sölu. Inn í áðurnefndum 3,5 milljónum eru sex íbúðarhús, verslunarhúsnæði, lóð pósthússins, vatnsréttur, gangstéttir og önnur innviði og virk rafstöð. Tilboð hefur verið lagt fram af aðilum sem vilja nafnleynd, útlit er fyrir að það verði samþykkt, en enn er tekið við öðrum tilboðum samkvæmt AP fréttaveitunni. Um 235 manns búa í nærsveitum þorpsins og hafa reitt sig á byggingar og þjónustu sem hefur verið í boði þar. Þau eru uggandi um hvað verður um Tiller, en tilboðsgjafar segjast ekki ætla að stíga fram fyrr en kaupin hafa gengið í gegn.Frétt AP fréttaveitunnar Myndband frá fasteignasölunni. Staðsetning Tiller á Google Maps. Við mælum með því að skoða það í Street View áður en ákvörðunin að leggja fram tilboð er tekin.
Húsnæðismál Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira