Sigurður bendir á að núvirði lóðarinnar sé ívið meira, en kaupsamningur ríkisins við Garðabæjar hafi kveðið á um og vísar hann í 15 ára gamla frétt, máli sínu til stuðnings.
„Þá var verð á hektara fyrir rúmum 15 árum um 10 milljónir (núvirt 20 milljónir+).“
„Nú gera þeir Engeyjarfrændur samning við Garðabæinn sinn um sölu á ca 2,5 milljónir hektarann.“
Sigurður segir að það sé enn órætt í þinginu „hvort skynsamlegt væri að halda eftir lóð undir nýtt þjóðarsjúkrahús.“
„Enn og aftur finnst fjármálaráðherra þingið bara vera fyrir - en ekki sjálfsagður vettvangur fyrir skoðanaskipti og grundvöll ákvarðanatöku.“