Skjáfíkn er orðin alvarlegt vandamál á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Tölvu- og skjáfíkn er vaxandi vandamál hér á landi. Yngstu börnin sem leitað hafa aðstoðar hjá sérfræðingum vegna fíkninnar eru yngri en tíu ára en þeir elstu eru komnir yfir sextugt. Það er þekkt vandamál að margir geta ekki án snjallsímans verið en með tækninni hafa komið upp ný vandamál sem eru tölvu- og skjáfíkn. Hér á landi hafa yfir þrjú þúsund manns þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar frá árinu 2005 og vandamálið er enn að aukast. Sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í meðhöndlun á einstaklingum sem haldnir eru tölvu- eða skjáfíkn segir segir vandamálið sé alltaf verða alvarlegra og alvarlegra og að margir eigum um sárt að binda sökum þess að einstaklingur hætti að taka þátt í lífinu vegna fíkninnar. Hann segir að tölfræðin sýni að sex til tíu prósent þjóðarinnar eigi við vandamál að stríða. „Það hefur verið í þessum aldurshópi 15 til 20 ára, mest á síðustu árum en við erum að sjá aukningu undanfarið á yngri og yngri krökkum að það fari niður fyrir 10 ára jafnvel og yfirleitt þá af því að foreldrar byrja að hafa áhyggjur af því að krakkarnir eru í raun og vera byrjum að sleppa því að taka þátt í hlutum eins og tómstundum og skóla og svo sleppa þeir því að hitta vini og gera annað sem maður myndi venjulega gera. Allt til þess að sitja þá heima og eiga þá samskipti oft við sömu vini bara í gegnum tölvuna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur. Eyjólfur segir að vandamálin séu einnig hjá eldri einstaklingum. „Já alveg klárlega. Þeir elstu sem hafa verið að koma til mín hafa verið komnir yfir sextugt,” segir Eyjólfur. Eyjólfur segir að börn og unglingar séu stöðugt að leita að viðurkenningu og að hana sé hægt að nálgast auðveldlega í snjalltækjunum og tölvuleikjum. „Okkur líður rosalega vel þegar að við náum árangri og tækin veita okkur ofboðslega snögg og ör verðlaun við því sem við gerum. Þannig að við setjum út myndir eða segjum eitthvað og fáum „like-in” tiltölulega hratt. Ef við spilum tölvuleiki og við getum spilað leikinn aftur og aftur og við náum árangri að þá líður okkur vel,“ segir Eyjólfur. Í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld verður áhugaverð umfjöllun um tölvu- og skjáfíkn og hvernig tölvufyrirtækin stuðla að aukinni notkun tækjanna. Í þættinum verður rætt við rætt verður við fyrrverandi starfsmann Google sem segir að sérfræðingar séu í hverju horni sem vinna hart að því að almenningur sé örugglega að horfa á snjalltækin. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, fréttaveitum eða öðrum viðbótarforritum.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira