Líkt og má sjá hér fyrir neðan er Kim að þróa stílinn sinn í óvænta átt. Á dögunum fór hún út að borða í hvítum hjólabuxum með blúndu, á brjóstarhaldaranum í gollu sem var hneppt niður. Daginn fyrir það mátti sjá hana í síðu þröngu pilsi og svartri gollu.
Það er erfitt að spá fyrir um hvað stjarnan mun klæðast næst en nokkuð víst að það verður fest vel á filmu. Og hvað vitum við, er Kardashian klanið ekki svokallaðir ofuráhrifavaldar sem kunna á búa til trendin.