Audi opnar fyrir pantanir á E-Tron Quattro Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 10:17 Audi E-Tron Quattro. Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent
Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent