Audi opnar fyrir pantanir á E-Tron Quattro Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 10:17 Audi E-Tron Quattro. Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent
Audi ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á E-Tron Quattro rafmagnsjeppa sínum á næsta ári, en þessi bíll hefur verið í bígerð ansi lengi. Núna í morgun var opnað fyrir pantanir á þessum afar spennandi bíl í Noregi. Ekki kemur mikið á óvart að þar sé byrjað að taka niður fyrstu pantanir í Noregi þar sem Norðmenn hafa tekið rafmagnsbílum opnum örmum og er þjóða móttækilegust fyrir slíkum bílum. Norðmenn þurfa að borga 20.000 norskar krónur með fyrirframpöntun á bílnum, eða um 250.000 íslenskar krónur. Audi E-Tron Quattro er fjórhjóladrifinn rafmagnsjeppi með 500 km drægi og 95 kWh rafhlöður. Hann er 435 hestöfl en er þó með svokallaða „boost function“ sem hleypir hestöflunum uppí 503 í skamman tíma. Það dugar til að koma bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 4,6 sekúndum og í 210 km hámarkshraða. Óljóst er hvort að fjöldaframleiddur Audi E-Tron Quattro verði nákvæmlega eins og tilraunabíllinn, en þessi bíll er í stærð á milli Audi Q5 og Q7 og 4,88 m langur. Audi E-Tron Quattro verður framleiddur í verksmiðju nálægt Brussel í Belgíu. Bíllinn er með 3 rafmótora, 2 að aftan og einn að framan. Skottrými bílsins er gott, eða 615 lítrar.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent