Foreldrar á Ólafsfirði útiloka ekki áframhaldandi mótmæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 10:38 Frá Ólafsfirði. Vísir/GK Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“ Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Aðeins einn þriðji nemenda við Grunnskóla Fjallabyggðar á Ólafsfirði mætti í skólann í morgun. Ástæðan er mótmæli foreldra við fyrirætlanir bæjaryfirvalda um að kennsla í yngri deild skólans færist til Siglufjarðar frá og með næsta hausti. Tilkynnt var um forföll 57 nemenda í morgun en alls stundar 91 nemandi nám í skólanum á Ólafsfirði. Eðlileg mæting var á Siglufirði, samkvæmt upplýsingum frá skólanum.Hugsanlegt að mótmælum verði framhaldið Hildur Gyða Ríkharðsdóttir, ein þeirra sem að mótmælunum standa, segist ekki útiloka að börnin verði áfram heima á morgun og jafnvel næstu daga. Ákvörðun þess efnis verði tekin á fundi foreldra klukkan 16 í dag. „Ég efast um að börnin verði send í skólann á morgun en við ætlum að hittast í dag og ræða framhaldið,“ segir Hildur í samtali við Vísi. Meirihluti bæjarstjórnar Fjallabyggðar samþykkti 18. apríl síðastliðinn að börn í 1. til 5. bekk á Ólafsfirði þurfi frá og með næsta hausti að sækja nám á Siglufirði. Það er um 16 kílómetra akstur og eru foreldrar ósáttir við að hafa ekki fengið að vera með í ráðum við ákvarðanatökuna. „Það hafa ekki komið nógu góðar skýringar á því af hverju þetta er betra. Af hverju vilja þau skipta þessu svona upp? Er það sparnaður? Hver eru rökin? Á þetta að hafa góð áhrif á frammistöðu nemenda í námi eða jákvæð áhrif á fjárhagslega stöðu bæjarins? Er nokkuð verið að hrófla við öllu fyrir kannski eitthvað sem síðan á ekki að hafa neitt gott í för með sér,“ sagði Hildur í samtali við Vísi í gær. Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn 3. maí. Hildur segir að bæjarfulltrúar verði boðaðir á fundinn og beðnir um að sitja fyrir svörum vegna málsins.Úrbóta þörf Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn einu á fundi bæjarstjórnar. Hún kveður á um sameiningu allra skólastiga grunnskólans þannig að samkennslu í 1. til 4. bekk í báðum bæjarkjörnum verði hætt og að frá og með haustinu 2017 muni 1. til 5. bekk verða kennt í húsnæði Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði. Þá verði 6. til 10. bekk kennt í húsnæði skólans á Ólafsfirði. „Niðurstaða ytra mats á starfi Grunnskóla Fjallabyggðar sem unnið var árið 2016 kallar á viðbrögð og úrbætur en samkvæmt því er námsárangur nemenda ekki viðunandi og samþætta þarf betur kennslu á yngsta stigi. Einnig er mikilvægt að bregðast við brottfalli nemenda á unglingastigi úr tónlistarnámi,“ segir í bókun meirihlutans. Jón Valgeir Baldursson, varabæjarfulltrúi B lista, greiddi einn atkvæði gegn ákvörðuninni og lagði til að kosning færi fram meðal íbúa Fjallabyggðar í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Flokkarnir töluðu um íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar,“ sagði Jón Valgeir í bókuninni og bætti við: „Ég tel rétt að frekari fyrirhugaðar breytingar verði gerðar í breiðri sátt við íbúa Fjallabyggðar og þá sérstaklega þeirra barnafjölskyldna, sem eiga börn á grunnskólaaldri.“
Tengdar fréttir Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Tugir foreldra í Ólafsfirði senda börn sín ekki í skólann á morgun Mótmæla ákvörðun um að senda börn þeirra í skóla á Siglufirði frá og með næsta hausti. 23. apríl 2017 16:55