Nú upp úr hádegi tilkynnti Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.
Ísland mun spilað við Makedóníu þann 4. og 7. maí næstkomandi. Fyrri leikurinn fer fram ytra.
Þetta eru lykilleikir fyrir strákana okkar sem eru með einn sigur og eitt tap í undankeppninni. Þeir lögðiu Tékka en töpuðu óvænt gegn Úkraínu. Það er því ekkert svigrúm fyrir mistök gegn Makedóníu sem er einnig með tvö stig í riðlinum.
Stóru tíðindin eru þau að Aron Pálmarsson snýr aftur í landsliðið. Hann er búinn að vera fjarverandi lengi vegna meiðsla en er nýbyrjaður að spila aftur. Hann missti meðal annars af HM í janúar vegna meiðslanna.
Vignir Svavarsson kemst ekki í hópinn að þessu sinnni og svo er Guðmundur Hólmar Helgason ekki í hópnum þar sem hann er meiddur.
Hópurinn:
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer
Aron Rafn Eðvarðsson, Bietigheim
Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad
Arnór Atlason, Álaborg
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer
Aron Pálmarsson, Veszprém
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes
Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin
Bjarki Már Gunnarsson, Aue
Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen
Gunnar Steinn Jónsson, Kristianstad
Janus Daði Smárason, Álaborg
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Ómar Ingi Magnússon, Aarhus
Rúnar Kárason, Hannover/Burgdorf
Þessir leikmenn eru til vara:
Daníel Þór Ingason, Haukar
Geir Guðmundsson, Cesson-Rennes
Ólafur Gústafsson, Stjarnan
Róbert Aron Hostert, ÍBV
Sigurbergur Sveinsson, ÍBV
Stefán Rafn Sigurmannsson, Álaborg
Stephen Nielsen, ÍBV
Sveinbjörn Pétursson, Stjarnan
Tandri Már Konráðsson, Skjern
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Vignir Svavarsson, Team Tvis Holstebro
Þráinn Orri Jónsson, Grótta

