Harðákveðinn Trump hlustar ekki á þjóðina Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 24. apríl 2017 18:24 Bandaríkjaforseti getur neitað að staðfesta fjárlagafrumvörp. Nordicphotos/AFP Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Donald Trump segist sannfærður um að „fólkið sitt“ vilji að múr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði reistur en skoðanakannanir sýna fram á hið gagnstæða. Forsetinn lýsti því yfir að bygging múrsins sé enn mikið forgangsmál í hrinu tísta í dag og á sunnudag. Erfiðlega gengur að fjármagna múrinn en fyrirætlanir Trumps um að múrinn skyldi greiddur að fullu af ríkisstjórn Mexíkó virðast hafa verið óraunhæfar með öllu. Ef tekið er mark á skoðanakönnun sem gerð var af Washington Post í janúar síðastliðnum eru sextíu prósent fullorðinna Bandaríkjamanna mótfallnir landamæravegg milli Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar kom einnig fram að 22 prósent stuðningsmanna Trumps kærðu sig ekkert um múrinn. Í niðurstöðum Gallup-könnunar frá svipuðum tíma kemur fram að meirihluti Bandaríkjamanna myndi frekar vilja sjá önnur kosningaloforð Trumps uppfyllt en þetta. Í nýlegri könnun frá Quinnipiac-háskóla kemur fram að stuðningur Bandaríkjamanna við vegginn fari þverrandi. Nú í apríl voru 64 mótfallnir múrnum en í nóvember 55 prósent. Þingmenn eru ekki á eitt sáttir um byggingu múrsins heldur. Margir flokksbræður Trumps eru yggjandi yfir kostnaði múrsins en sérfróðir menn telja að bygging múrsins komi til með að kosta 21,6 milljarða Bandaríkjadala, eða 2316 milljarða íslenskra króna. Þá eru demókratar nánast allir með tölu mótfallnir múrnum. Nú er til meðferðar frumvarp til fjárlaga í bandaríska þinginu en í því er ekki gert ráð fyrir fjármögnun múrsins. Slíkt væri í raun áhættusamt en þegar ekki næst sátt um fjárlagafrumvörp í þinginu í tæka tíð stöðvast öll opinber starfsemi þangað til sáttir nást, svokallað verkstopp. Slíkt kom síðast fyrir 2013 þegar repúblíkanar neituðu að samþykkja fjármögnun sjúkratryggingarkerfis Baracks Obama, Obamacare. Hins vegar hafa fjölmiðlar vestanhafs lýst yfir áhyggjum sínum af því að Trump notfæri sér neitunarvald sitt og synji frumvarpinu þegar, og ef, það kemst í gegnum þingið á föstudaginn. Slíkt myndi einnig leiða til verkstopps. Eventually, but at a later date so we can get started early, Mexico will be paying, in some form, for the badly needed border wall.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 23, 2017 The Wall is a very important tool in stopping drugs from pouring into our country and poisoning our youth (and many others)! If— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017 ....the wall is not built, which it will be, the drug situation will NEVER be fixed the way it should be!#BuildTheWall— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 24, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Trump um vegginn: „Verðið mun snarlækka“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twitter síðu sinni, að hann muni láta kostnaðinn af byggingu múrsins við Mexíkó snarlækka. 11. febrúar 2017 19:52