Fangar komi vel fram við meintan morðingja Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/GVA Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Afstaða, félag fanga, hélt nýverið fund í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem Thomas Möller Olsen, maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum, var aðalumfjöllunarefnið. Afstaða biðlaði á fundinum til annarra fanga að sýna Thomasi virðingu; ekki mætti koma fram við hann öðruvísi en við aðra fanga. Þetta staðfestir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. „Það er oft svona þegar stór fjölmiðlamál eru annars vegar. Við höfðum fengið ábendingar þess efnis að aðrir fangar væru að hringja, til dæmis í blaðamenn, og tala digurbarkalega um hvernig þeir ætluðu að taka á móti Thomasi að þeir ætluðu að gera honum eitthvað. Þannig að við héldum þennan fund til öryggis, þó að svona mál leysist yfirleitt af sjálfu sér,“ segir Guðmundur.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.Á fundinum var tekið dæmi af öðrum fanga, sem er ákærður fyrir morð, en viðkomandi sé hluti af hópnum og ekki komið fram við hann öðruvísi en aðra fanga. Samkvæmt heimildum innan fangelsisins heldur Thomas sér nokkuð til hlés, nýtir ekki alla þá útivist sem hann á rétt á og á ekki í samskiptum við aðra fanga, komist hann hjá því. Samkvæmt sömu heimildum situr Thomas á gangi ásamt einum öðrum fanga. Guðmundur, sem sjálfur afplánar á Kvíabryggju, segist vita til þess að Thomas hafi kosið að vera mikið einn. „En allir fangar þurfa að umgangast fólk eitthvað. Það þarf að versla og svo framvegis. Þú hittir alltaf eitthvað af fólki. Fangelsið er lítið samfélag og menn þurfa að búa saman.“ Fréttablaðið greindi frá því í janúar að afplánunarfangar á Litla-Hrauni hefðu fylgst afar náið með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Stemningin innan fangelsisins hefði bent til þess að ekki væri hægt að vista manninn þar. Mikillar reiði hefði gætt meðal íslensku fanganna á Litla-Hrauni. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekari deildaskiptingu og öðruvísi eftirlit. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Lektor í refsirétti segir að engu virðist skipta hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. 19. apríl 2017 21:35
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Thomas Møller Olsen neitaði í gær í Héraðsdómi Reykjaness að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana og neitaði einnig stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lektor í refsirétti segir heimilt að dæma hann í allt að tuttugu ára fangelsi. 11. apríl 2017 06:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“