GM rekur alla 2.700 starfsmenn ríkisyfirtekinnar verksmiðju í Venesúela Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2017 10:51 Lok, lok og læs í verksmiðju GM í Vensúela. Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent
Yfirvöld í Venesúela hafa yfirtekið verksmiðju General Motors þar í landi og fyrir vikið hefur GM rekið alla 2.700 starfsmenn í verksmiðjunni og kallað heim helstu stjórnendur hennar. Starfsmennirnir fengu greidd laun fram að yfirtökunni, en nú hefur starfseminni í verksmiðjunni verið hætt og óljóst hvað yfirvöld í Venesúela ætla að gera við verksmiðjuna. Þar voru ekki framleiddir margir bílar í fyrra, eða aðeins um 3.000, en fyrir um áratug síðan voru þar framleiddir um 500.000 bílar á ári. Skortur á íhlutum leiddi til svo lítillar framleiðslu sem var í verksmiðjunni í fyrra. Bent hefur verið á að það hafi í raun hugnast General Motors að yfirvöld hafi tekið verksmiðjuna eignarnámi þar sem það hafi verið í plönum GM að loka henni bráðlega vegna þeirra vandræða sem eru í Venesúela og það hafi í raun sparað GM launagreiðslur að svona fór. Algjör upplausn ríkir í Venesúela og mjög erfitt er fyrir erlenda atvinnurekendur að halda uppi framleiðslu í landinu í því ástandi sem þar ríkir nú.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent