Settu á svið umferðarslys í Hvalfjarðargöngum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2017 12:01 Umfangsmikil æfing fór fram í Hvalfjarðargöngum í nótt. mynd/almannavarnir Viðamikil almannavarnaæfing fór fram í Hvalfjarðargöngum í nótt þar sem sviðsettur var árekstur nokkurra bíla og eldsvoði í kjölfarið. Fjöldi slökkviliðsmanna tók þátt í æfingunni sem og þyrla Landhelgisgæslunnar en hún selflutti björgunarmenn eftir þörfum. Annars vegar var sett á svið umferðarslys þar sem þrír bílar höfðu lent saman og voru um tíu manns í bílunum. Margir voru slasaðir og þurftu á margvíslegri aðstoð að halda. Reykvélar voru notaðar til þess að búa til reyk og líkja eftir því að lítill eldur hefði kviknað. Þá var fólk klippt út úr bílflökunum og það flutt áleiðis á sjúkrahús á Akranesi eða í Reykjavík, en sumir voru sendir suður í þyrlunni. Hins vegar var gámi með eldsmat komið fyrir inni í göngunum og kveiktur eldur. Slík æfing gefur viðbragðsaðilum tækifæri til þess að sjá og upplifa hvernig heitur reykur hagar sér við þessar aðstæður en reykur úr reykvél hagar sér á annan hátt. Æfingin þykir hafa tekist vel, en hún var hluti af undirbúningi vegna tilkomu Norðfjarðarganga og Vaðlaheiðarganga. Hvalfjarðargöng eru lokuð að næturlagi þessa vikuna vegna viðhalds og hreinsunar. Myndir og myndskeið af æfingunni má sjá hér fyrir neðan. Hvalfjarðargöng Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Viðamikil almannavarnaæfing fór fram í Hvalfjarðargöngum í nótt þar sem sviðsettur var árekstur nokkurra bíla og eldsvoði í kjölfarið. Fjöldi slökkviliðsmanna tók þátt í æfingunni sem og þyrla Landhelgisgæslunnar en hún selflutti björgunarmenn eftir þörfum. Annars vegar var sett á svið umferðarslys þar sem þrír bílar höfðu lent saman og voru um tíu manns í bílunum. Margir voru slasaðir og þurftu á margvíslegri aðstoð að halda. Reykvélar voru notaðar til þess að búa til reyk og líkja eftir því að lítill eldur hefði kviknað. Þá var fólk klippt út úr bílflökunum og það flutt áleiðis á sjúkrahús á Akranesi eða í Reykjavík, en sumir voru sendir suður í þyrlunni. Hins vegar var gámi með eldsmat komið fyrir inni í göngunum og kveiktur eldur. Slík æfing gefur viðbragðsaðilum tækifæri til þess að sjá og upplifa hvernig heitur reykur hagar sér við þessar aðstæður en reykur úr reykvél hagar sér á annan hátt. Æfingin þykir hafa tekist vel, en hún var hluti af undirbúningi vegna tilkomu Norðfjarðarganga og Vaðlaheiðarganga. Hvalfjarðargöng eru lokuð að næturlagi þessa vikuna vegna viðhalds og hreinsunar. Myndir og myndskeið af æfingunni má sjá hér fyrir neðan.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira