Óskaði eftir vinkonu á Facebook Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2017 20:00 Agnes Þóra Kristþórsdóttir býr í Langholtshverfi með manni sínum og tveimur sonum. Hún kemur frá Akureyri en fjölskyldan flutti í bæinn vegna menntunar og atvinnu mannsins hennar. Agnes er öryrki en hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún var barn og á erfitt með gang. Síðustu tíu ár hefur hún því verið heima og er farin að finna fyrir félagslegri einangrun. Agnes segist sjaldan hitta fólk og því sé erfitt að mynda ný vinatengsl. „Ég fer stundum á kaffihús hér í hverfinu og þar eru allir farnir að þekkja mig með nafni. Það er svona þau félagslegu tengsl sem ég hef í daglegu lífi," segir hún og bætir við að það geti verið erfitt að eignast nýja vini á fullorðinsárum. „Maður veit ekki alveg hvernig maður eigi að bera sig að." Þannig að Agnes prófaði nýja leið. Í gær skrifaði hún færslu inn á síðuna Góða systir - þar sem yfir fimmtíu þúsund íslenskar konur eru meðlimir. Þar auglýsti hún eftir konum sem búa í nágrenninu, eru á svipuðum aldri og vantar félagsskap. Það var læknirinn hennar sem kom þessu öllu saman af stað.„Hann spurði mig í gær hvort ég væri ekki örugglega að hitta einhvern reglulega. Þá fór ég að hugsa um þetta í gegnum daginn og ákvað svo í gærkvöldi að skrifa á Facebook."Hvernig leið þér við að skrifa færsluna?„Mjög óþægilega. Ég skalf á eftir og ég vissi ekki hvernig viðbrögð ég myndi fá. Ég gerði ráð fyrir að fá neikvæð viðbrögð. Því ég held þetta sé tabú. Ég held að það sé búið að prenta inn í okkur að þetta sé ekki normið, að eiga ekki vini á fullorðinsaldri." En viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæplega þrjú hundruð konur hafa „lækað“ færsluna og nokkrar hafa sett sig í samband við Agnesi. Sumar til að hrósa og hvetja áfram en þrjár vilja gjarnan hitta hana. Og á morgun hefur Agnes skipulagt hitting með einni konu. „Mig langaði að ná til þeirra sem eru í sömu stöðu - til að gera eitthvað í þessu. Ég veit hvernig það er að geta ekki kynnst fólki og þarna var ég að hjálpa mér og vonandi öðrum í leiðinni," segir Agnes. Þrjátíu til fimmtíu manns leita sér félagsskapar daglega í Hlutverkasetri, sem býður þá velkomna sem vilja auka lífsgæði sín, brjóstast úr einangrun og þiggja aðstoð við atvinnulega endurhæfingu. Framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs segir einmanaleika vera stórt vandamál sem eykst með hverju árinu í nútímasamfélagi. „Flestir sem koma hingað, koma til að rjúfa félagslega einangrun. Það er svo heilsuspillandi að einangra sig og nú á tímum fara samskipti mikið fram í gegnum tölvurnar. En fólk þarf á því að halda að hitta aðra. Maður er manns gaman, það breytist ekki," segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Hægt er að fara á námskeið, spila, fara í göngutúra og sjósund eða einfaldlega drekka kaffi saman. Alls kyns fólk kemur, þeir sem eru atvinnulausir, eiga við veikindi að stríða, útlendingar sem þekkja engan í samfélaginu og fólk sem hreinlega vantar meiri félagsskap. „Sumt fólk kemur kannski einu sinni og finnst þetta kjánalegt og ákveður að þetta sé ekki staður fyrir það. En svo þegar það er komið í þrot, ákveður það að prófa aftur. Fólk þarf nefnilega að horfast í augu við eigin fordóma - hér er alls kyns fólk - og það er allt í lagi að vera einn af hópnum.“ Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Agnes Þóra Kristþórsdóttir býr í Langholtshverfi með manni sínum og tveimur sonum. Hún kemur frá Akureyri en fjölskyldan flutti í bæinn vegna menntunar og atvinnu mannsins hennar. Agnes er öryrki en hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún var barn og á erfitt með gang. Síðustu tíu ár hefur hún því verið heima og er farin að finna fyrir félagslegri einangrun. Agnes segist sjaldan hitta fólk og því sé erfitt að mynda ný vinatengsl. „Ég fer stundum á kaffihús hér í hverfinu og þar eru allir farnir að þekkja mig með nafni. Það er svona þau félagslegu tengsl sem ég hef í daglegu lífi," segir hún og bætir við að það geti verið erfitt að eignast nýja vini á fullorðinsárum. „Maður veit ekki alveg hvernig maður eigi að bera sig að." Þannig að Agnes prófaði nýja leið. Í gær skrifaði hún færslu inn á síðuna Góða systir - þar sem yfir fimmtíu þúsund íslenskar konur eru meðlimir. Þar auglýsti hún eftir konum sem búa í nágrenninu, eru á svipuðum aldri og vantar félagsskap. Það var læknirinn hennar sem kom þessu öllu saman af stað.„Hann spurði mig í gær hvort ég væri ekki örugglega að hitta einhvern reglulega. Þá fór ég að hugsa um þetta í gegnum daginn og ákvað svo í gærkvöldi að skrifa á Facebook."Hvernig leið þér við að skrifa færsluna?„Mjög óþægilega. Ég skalf á eftir og ég vissi ekki hvernig viðbrögð ég myndi fá. Ég gerði ráð fyrir að fá neikvæð viðbrögð. Því ég held þetta sé tabú. Ég held að það sé búið að prenta inn í okkur að þetta sé ekki normið, að eiga ekki vini á fullorðinsaldri." En viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tæplega þrjú hundruð konur hafa „lækað“ færsluna og nokkrar hafa sett sig í samband við Agnesi. Sumar til að hrósa og hvetja áfram en þrjár vilja gjarnan hitta hana. Og á morgun hefur Agnes skipulagt hitting með einni konu. „Mig langaði að ná til þeirra sem eru í sömu stöðu - til að gera eitthvað í þessu. Ég veit hvernig það er að geta ekki kynnst fólki og þarna var ég að hjálpa mér og vonandi öðrum í leiðinni," segir Agnes. Þrjátíu til fimmtíu manns leita sér félagsskapar daglega í Hlutverkasetri, sem býður þá velkomna sem vilja auka lífsgæði sín, brjóstast úr einangrun og þiggja aðstoð við atvinnulega endurhæfingu. Framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs segir einmanaleika vera stórt vandamál sem eykst með hverju árinu í nútímasamfélagi. „Flestir sem koma hingað, koma til að rjúfa félagslega einangrun. Það er svo heilsuspillandi að einangra sig og nú á tímum fara samskipti mikið fram í gegnum tölvurnar. En fólk þarf á því að halda að hitta aðra. Maður er manns gaman, það breytist ekki," segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs. Hægt er að fara á námskeið, spila, fara í göngutúra og sjósund eða einfaldlega drekka kaffi saman. Alls kyns fólk kemur, þeir sem eru atvinnulausir, eiga við veikindi að stríða, útlendingar sem þekkja engan í samfélaginu og fólk sem hreinlega vantar meiri félagsskap. „Sumt fólk kemur kannski einu sinni og finnst þetta kjánalegt og ákveður að þetta sé ekki staður fyrir það. En svo þegar það er komið í þrot, ákveður það að prófa aftur. Fólk þarf nefnilega að horfast í augu við eigin fordóma - hér er alls kyns fólk - og það er allt í lagi að vera einn af hópnum.“
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira