Thelma Dís: Ómetanlegt að vera með mömmu á bekknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2017 09:45 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana í gær. vísir/óskaró „Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
„Þetta er geggjað, alveg ólýsanlegt, í alvörunni talað,“ sagði kampakát Thelma Dís Ágústsdóttir, leikmaður Keflavíkur, við Vísi eftir að liðið varð Íslandsmeistari í Domino´s-deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Litlu slátrararnir í Keflavík pökkuðu meisturum síðustu þriggja ára, Snæfelli, saman í Sláturhúsinu með 20 stiga sigri, 70-50, og unnu einvígið samanlagt, 3-1. Thelma Dís skoraði þrettán stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar en hún sprakk út í úrslitakeppninni og jók til dæmis stigaframlag sitt úr tíu stigum í sextán stig að meðaltali í leik. Þessu unga Keflavíkurliði var spáð sjötta sætinu fyrir Íslandsmótið en það stendur uppi sem Íslands- og bikarmeistari eftir veturinn. Meðalaldur liðsins er 19,4 ár.„Það hafði enginn trú á okkur en við vissum hvað við gætum. Við höfðum okkar markmið og stóðum við þau,“ sagði Thelma Dís, en hver var lykilinn að árangrinum í vetur? „Varnarleikurinn alveg klárlega,“ svaraði þessi ótrúlega efnilegi 18 ára gamli framherji um hæl. Varnarleikur hefur verið aðalsmerki Keflavíkurliðsins í vetur og var það svo sannarlega í lokaleiknum. Thelma er dóttir Bjargar Hafsteinsdóttur, bestu þriggja stiga skyttu í sögu íslenska kvennakörfuboltans. Björg var liðsstjóri Keflavíkur í vetur og fylgdist með dóttur sinni slá í gegn og lyfta þeim stóra. Björg hefur gert þetta allt áður en hún var fyrirliði Keflavíkurliðsins sem vann fyrstu úrslitakeppnina árið 1993. Nú, 24 árum síðar, er dóttir hennar Íslandsmeistari. „Það er æðislegt að hafa hana á bekknum. Hún kann þetta allt saman og hefur endalaust oft orðið Íslandsmeistari. Það er ómetanlegt að hafa hana með sér,“ sagði Thelma. Björg var hluti af gullaldarliði Keflavíkur með leikmenn á borð við hana sjálfa og Önnu Maríu Sveinsdóttur. Þær unnu ótal titla saman en er stefnan sú sama hjá þessari nýju gullkynslóð? „Já, auðvitað. Af hverju ekki,“ sagði Thelma Dís Ágústsdóttir.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45 Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00 Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12 Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47 Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08 Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 70-50 | Keflvíkingar Íslandsmeistarar í sextánda sinn Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í sextánda sinn eftir öruggan sigur á Snæfelli, 70-50, í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. 26. apríl 2017 20:45
Ungar en bestar allra Litlu slátrararnir í Keflavík urðu Íslandsmeistarar kvenna í Domino´s-deildinni í körfubolta í gærkvöldi þegar þær lögðu Snæfell í fjórða leik. Liðið er mjög ungt en getur á næstu árum tekið yfir íslenskan kvennakörfubolta. 27. apríl 2017 06:00
Moorer besti leikmaður úrslitakeppninnar Ariana Moorer var mögnuð í öflugu liði Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í kvöld. 26. apríl 2017 21:12
Sverrir: Sá eftir fyrstu sjö leikina að við gátum gert ótrúlega hluti Sverrir Þór Sverrisson gerði Keflavík að Íslandsmeistara í Domino´s-deild kvenna í körfubolta. 26. apríl 2017 21:47
Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík. 26. apríl 2017 22:08
Erna: Get ekki lýst tilfinningunni Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni. 26. apríl 2017 21:04