Lífið

Selma leitar að Eurovision-búningnum: „Mér finnst þetta ógeðslega leiðinlegt“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Selma hafnaði í öðru sæti árið 1999.
Selma hafnaði í öðru sæti árið 1999. stöð2/eurovision
„Hann týndist. Ég lét Hard Rock fá búninginn og hann var alltaf í einhverju útstillingarboxi og bara finn hann ekki,“ segir leikstjóri, leikkona og söngkonan Selma Björnsdóttir, í þættinum Heimsókn í gær.

Búningurinn sem hún var í árið 1999 þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision er horfinn.

Selma steig á svið fyrir Íslands hönd í Jerúsalem árið 1999 og tók lagið All Out of Luck en hún hafnaði öðru sæti keppninnar.

„Mér finnst þetta ógeðslega leiðinlegt. Ef einhver er að nota hann, þá er þetta bara gott en mér finnst eiginlega verst ef einhver hefur hent honum. Þetta er handprentað silki eftir Filippíu Elíasdóttur.“

Hér fyrir neðan má sjá Selmu á sviðinu í Jerúsalem þar sem hún lenti í öðru sæti í æsispennandi keppni við Svía sem unnu að lokum keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×