Líklega ekki reykt í húsinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 06:30 Óskar Bjarni hefur kynnst ýmsu á löngum ferli og er hvergi banginn fyrir átökin í Turda í Rúmeníu. vísir/andri marinó „Við erum að hafa það huggulegt í Luton núna. Fljúgum í kvöld og verðum líklega komnir upp á hótel klukkan eitt í nótt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, sem lögðust í langt ferðalag í gær en áfangastaðurinn var Turda í Rúmeníu. Á morgun munu Valsmenn spila síðari leikinn gegn rúmenska liðinu í undanúrslitum í Áskorendakeppni Evrópu. Þangað fara Valsmenn með átta mörk í farteskinu. Hlíðarendapiltar hafa daginn í dag til þess að hrista af sér ferðalagið og koma sér í rétta gírinn fyrir leikinn mikilvæga.Lítil gryfja í litlum bæ „Við vitum ekki mikið um staðinn en þetta ku vera 50 þúsund manna bær. Það er bara karlalið í þessum bæ og er aðeins sjö ára gamalt. Þetta er því ungt félag en það er peningur í þessu hjá þeim enda atvinnumannalið. Það vantaði tvo eða þrjá leikmenn hjá þeim síðast. Einn sterkur á samt hugsanlega að snúa til baka í seinni leiknum,“ segir Óskar Bjarni en heimavöllur rúmenska liðsins er ekki mjög stór en er þó gryfja þar sem er von á látum. „Þetta er lítil gryfja segja þeir. Ein stúka á móti bekkjunum og svo svalir fyrir ofan mörkin. Þeir segja að það verði læti þarna og að þetta sé alvöru heimavöllur.“Eiga ekki von á góðu Einhverjir frá rúmenska félaginu létu hafa það eftir sér eftir fyrri leikinn að Valsmenn mættu búast við látum og alvöru heimadómgæslu í þessum leik. Valsmönnum var tjáð að þeir ættu ekki von á góðu. „Við skulum vona að svo verði ekki. Það verður þriðja besta dómarapar Tékka að dæma og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Eftirlitsmaðurinn er reyndar frá Kýpur og það verður pottþétt eitthvert bíó. Við verðum að vera andlega tilbúnir í þetta verkefni. Hvernig við stöndumst áhlaup þeirra í leiknum og það mótlæti sem getur mætt okkur.“ Þetta er þriðja rimma Valsmanna í Balkanlöndunum í keppninni og þó svo sumir telji að enn sé reykt í þessum íþróttahúsum sem eru í litlum bæjum í þessum löndum, og stubbum sé kastað í leikmenn, þá virðast þeir tímar vera liðnir.Guttarnir þekkja ekki reykingar „Okkar kynslóð man vel eftir þeim tíma en þessir ungu drengir í liðinu í dag hafa aldrei verið í kringum reykingar og skilja ekkert í þessum sögum sem við getum sagt þeim. Þeir skilja ekkert í því er við förum út að borða og svona að það sé reykt út um allt. Sem betur fer er þó ekki verið að reykja í íþróttahúsunum,“ segir Óskar Bjarni en þó svo að hans menn lendi í einhverju mótlæti trúir hann að þetta átta marka forskot úr fyrri leiknum muni duga Valsmönnum til þess að komast í úrslitaleikina. „Þó svo að heimavöllur gefi aðeins þá tel ég að ef við erum tilbúnir í allt sem getur gerst, þá munum við standa í lappirnar. Við ætlum að sækja til sigurs. Við erum búnir að lenda í ýmsu í þessari keppni og komnir með fína reynslu. Við vitum hvað við getum og það er sjálfstraust í liðinu. Ef við hugsum um litlu hlutina, hlaupum til baka og spilum fínan varnarleik þá munum við taka þetta.“Ástandið á liðinu gott Það er búið að vera mikið álag á Valsliðinu síðustu vikur. Það er á fullu í úrslitakeppninni hér heima og þess á milli á ferð og flugi í Evrópukeppninni. Það er því nánast ekkert æft og aðeins spilað. „Það er búið að vera ótrúlegt álag og miðað við það er ástandið á mannskapnum furðulega gott. Við getum auðvitað ekki hvílt alla jafn mikið og það sést stundum á okkur að við erum þreyttir. Þetta eru samt allt úrslitaleikir og við förum langt á andlega hlutanum. Menn eru að vinna úrslitaleiki og styrkjast við hverja raun.“ Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM Sjá meira
„Við erum að hafa það huggulegt í Luton núna. Fljúgum í kvöld og verðum líklega komnir upp á hótel klukkan eitt í nótt,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, sem lögðust í langt ferðalag í gær en áfangastaðurinn var Turda í Rúmeníu. Á morgun munu Valsmenn spila síðari leikinn gegn rúmenska liðinu í undanúrslitum í Áskorendakeppni Evrópu. Þangað fara Valsmenn með átta mörk í farteskinu. Hlíðarendapiltar hafa daginn í dag til þess að hrista af sér ferðalagið og koma sér í rétta gírinn fyrir leikinn mikilvæga.Lítil gryfja í litlum bæ „Við vitum ekki mikið um staðinn en þetta ku vera 50 þúsund manna bær. Það er bara karlalið í þessum bæ og er aðeins sjö ára gamalt. Þetta er því ungt félag en það er peningur í þessu hjá þeim enda atvinnumannalið. Það vantaði tvo eða þrjá leikmenn hjá þeim síðast. Einn sterkur á samt hugsanlega að snúa til baka í seinni leiknum,“ segir Óskar Bjarni en heimavöllur rúmenska liðsins er ekki mjög stór en er þó gryfja þar sem er von á látum. „Þetta er lítil gryfja segja þeir. Ein stúka á móti bekkjunum og svo svalir fyrir ofan mörkin. Þeir segja að það verði læti þarna og að þetta sé alvöru heimavöllur.“Eiga ekki von á góðu Einhverjir frá rúmenska félaginu létu hafa það eftir sér eftir fyrri leikinn að Valsmenn mættu búast við látum og alvöru heimadómgæslu í þessum leik. Valsmönnum var tjáð að þeir ættu ekki von á góðu. „Við skulum vona að svo verði ekki. Það verður þriðja besta dómarapar Tékka að dæma og ég hef ekki miklar áhyggjur af þeim. Eftirlitsmaðurinn er reyndar frá Kýpur og það verður pottþétt eitthvert bíó. Við verðum að vera andlega tilbúnir í þetta verkefni. Hvernig við stöndumst áhlaup þeirra í leiknum og það mótlæti sem getur mætt okkur.“ Þetta er þriðja rimma Valsmanna í Balkanlöndunum í keppninni og þó svo sumir telji að enn sé reykt í þessum íþróttahúsum sem eru í litlum bæjum í þessum löndum, og stubbum sé kastað í leikmenn, þá virðast þeir tímar vera liðnir.Guttarnir þekkja ekki reykingar „Okkar kynslóð man vel eftir þeim tíma en þessir ungu drengir í liðinu í dag hafa aldrei verið í kringum reykingar og skilja ekkert í þessum sögum sem við getum sagt þeim. Þeir skilja ekkert í því er við förum út að borða og svona að það sé reykt út um allt. Sem betur fer er þó ekki verið að reykja í íþróttahúsunum,“ segir Óskar Bjarni en þó svo að hans menn lendi í einhverju mótlæti trúir hann að þetta átta marka forskot úr fyrri leiknum muni duga Valsmönnum til þess að komast í úrslitaleikina. „Þó svo að heimavöllur gefi aðeins þá tel ég að ef við erum tilbúnir í allt sem getur gerst, þá munum við standa í lappirnar. Við ætlum að sækja til sigurs. Við erum búnir að lenda í ýmsu í þessari keppni og komnir með fína reynslu. Við vitum hvað við getum og það er sjálfstraust í liðinu. Ef við hugsum um litlu hlutina, hlaupum til baka og spilum fínan varnarleik þá munum við taka þetta.“Ástandið á liðinu gott Það er búið að vera mikið álag á Valsliðinu síðustu vikur. Það er á fullu í úrslitakeppninni hér heima og þess á milli á ferð og flugi í Evrópukeppninni. Það er því nánast ekkert æft og aðeins spilað. „Það er búið að vera ótrúlegt álag og miðað við það er ástandið á mannskapnum furðulega gott. Við getum auðvitað ekki hvílt alla jafn mikið og það sést stundum á okkur að við erum þreyttir. Þetta eru samt allt úrslitaleikir og við förum langt á andlega hlutanum. Menn eru að vinna úrslitaleiki og styrkjast við hverja raun.“
Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM Sjá meira