Hakkari heldur Netflix í gíslingu: Hótar að dreifa nýjustu seríunni af OITNB Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2017 11:00 Orange is the New Black, sem framleidd er af Netflix skartar meðal annars Taylor Schilling og Uzo Aduba í aðalhlutverkum. Vísir/Getty Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hakkari sem segist hafa stolið nýjustu seríunni af Orange Is The New Black, krefst þess að framleiðandi og dreifandi þáttanna, Netflix streymisþjónustan, borgi sér himinháa upphæð í lausnargjald, til þess að koma í veg fyrir að hann dreifi þáttunum.Umrædd sería, sem er sú fjórða í röðinni, er gífurlega vinsæl og fjallar um raunir kvenkyns fanga en serían á ekki að koma út fyrr en þann 9. júní næstkomandi. Yrði serían sett í dreifingu nú, væri það því mun fyrr en Netflix ætlaði sér. Málið hefur vakið mikla athygli, en hakkarinn, sem kallar sig Myrkrahöfðingjann, hefur að eigin sögn nú þegar dreift fyrsta þættinum úr seríunni. Ekki hefur þó tekist að staðfesta frásögn hans. Netflix streymisveitan hefur staðfest að brotist hafi verið inn í gagnagrunn eins af dreifingaraðilum hennar í Kaliforníu. Tekið er fram að málið sé í farvegi og sé nú til rannsóknar hjá bandarísku alríkislögreglunni. Í bréfi Myrkrahöfðingjans, þar sem kröfur hans um lausnargjald koma fram, fullyrti hann að hann hefði á sama tíma stolið fleiri þáttaröðum, frá öðrum framleiðendum og að hann myndi „krefjast skynsamlegrar þóknunar“ fyrir að dreifa þeim ekki heldur. Í opinberum gögnum frá Netflix kemur fram að streymisveitan vonast til þess að nýjasta serían af Orange Is the New Black muni gegna lykilhlutverki í að vinna fyrirtækinu inn 3,2 milljónir nýrra áskrifenda, frá apríl og til júní. Ljóst er að áform Myrkrahöfðingjans gætu sett strik í reikninginn.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira