Víglínan: Ömurleg staða að hér sé alltaf „brjálað partý eða ferlegur niðurskurður og hryllingur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. apríl 2017 14:00 Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra. Vísir/GVA „Vandinn við þessa fjármálaáætlun er að það er verið að forgangsraða innan of þröngs ramma. Ég er ekki að mótmæla því að það er ákveðin forgangsröðun í þágu heilbrigðismála en ramminn er bara of þröngur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var rædd í þaula. Ásamt Steingrími voru Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins gestir þáttarins en segja má að öll spjót standi að Óttari vegna framlaga til Landspítalans en forráðamenn Landsspítalans komu til að mynda fyrir velferðarnefnd Alþingis í gær og sögðu að það vantað 10 milljarða í rekstur spítalans á næsta ári. Gagnrýndi Steingrímur fjármálaáætlunina og sagði hann að ekki væri verið að spýta nóg í til að mæta þeim væntingum sem landsmenn hefði um uppbyggingu í innviðum og velferð sem kallað hefur verið eftir. „Því miður byrja menn á að ramma sig af með fjármálastefnu, leggja þar fáránlegt útgjaldaþak upp á 43 prósent af vergri landsframleiðslu, að hin opinberu útgjöld í heild megi ekki vera meiri. svo fara menn að boxa þetta af í fjármálaáætlun. Það er einfaldlega of þröngt,“ sagði Steingrímur og bætti við að enginn vilji væri hjá hægri öflum hér á landi til þess að sækja tekjur til þess að standa undir auknum útgjöldum sem þörf væri á.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/stefánNiðurgreiðsla skulda risastórt velferðarmál Hildur greip þá inn í og sagði fulltrúa vinstri vængsins gera lítið úr þeirri áherslu stjórnvalda síðustu ára til þess að greiða niður skuldir enda væri vaxtagjöld Íslendinga mikil. „Ég skil ekki af hverju við ræðum ekki þann póst meira því að skalinn er slíkur það mætti segja sú forgangsröðun er kannski eitt stærsta heilbrigðismál til framtíðar. Samkvæmt þeirri fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir eru vaxtagjöldin, það sem við erum að greiða af okkar skuldum, það nemur útgjöldum allrar spítalaþjónustu,“ sagði Hildur. Steingrímur tók undir að það væri jákvætt að greiða niður skuldir ríkisins en það væri varasamt að einblína of mikið á bókfærðar skuldir. Skuldir ríkisins væri að finna víðar en í bókhaldinu. „Þær eru líka í sveltu vegakerfi, þær liggja líka í innviðum sem grotna niður. Hver segir að það sé betra að geyma þær skuldir og að leggja áherslu á að borga niður hinar bókfærðu skuldir. Ég legg áherslu á að einhvers staðar komum við að þeim tímapunkti að það fer að vera þjóðhagslega óskynsamlegt að halda áfram að svelta innviðina vegna þess að hinn uppsafnaði vandi er orðinn svo mikill,“ sagði Steingrímur og hvatti til þess að ríkisstjórnin myndi í auknum mæli horfa til þessa.Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirFleiri leiðir til en leið Steingríms eða nýfrjálshyggja Sagði Óttarr að ríkisstjórnin væri nú að horfa til þess að byggja upp innviðina og að nýrri fjármálaáætlun fylgdi drjúg útgjaldaaukning. Skaut hann létt á Steingrím og vísaði til orða þess síðarnefnda á þingi þar sem Steingrímur sagði Óttarr vera handjárnaðan við „fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunar.“ „Það er andstætt minni pólitík að það séu bara til tvær leiðir, annars vegar leið Steingríms og að allt annað sé nýfrjálshyggja. Björt framtíð er frjálslyndur miðjuflokkur og það er að mörgu leyti meðalhófshugsun í þessari fjármálaætlun vegna þess að þetta er tilraun til þess að taka á málum sem að mörgu leyti er þverpólitísk samstaða um,“ sagði Óttarr. Bætti hann við að ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir því að bæta þyrfti í innviðauppbyggingu og eflingu heilbrigðiskerfisins eftir erfiðleika hrunsins og áranna þar á eftir. Það væri hins vegar mikilvægt að fara varlega af stað til þess að koma í veg fyrir hringekju góðæris og hruns. „Steingrímur ætti nú að þekkja það manna best hvað það er ömurleg staða að vera alltaf að reka ríkisreksturinn og íslenskt efnahagslíf í þessum öldudölum og toppum þar sem annaðhvort er brjálað partý eða ferlegur niðurskurður og hryllingur. Til þess þurfum við að finna einhverjar millileiðir í varlegri uppbyggingu sem er nauðsynleg, ég er alveg sammála því, en á sama tíma þurfum að reyna að hemja þessa þenslu sem er í efnaghagslínunni og er stórhættuleg.“ Sjá má Víglínuna í heild sinni hér að neðan en farið var um víðan völl. Meðal annars var rætt um nýtt greiðsluþáttökukerfi í heilbrigðiskerfinu sem tekur gildi á mánudaginn auk þess sem að stuttlega var rætt um umdeild rafsígarettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Víglínan Tengdar fréttir Tugmilljarða gat í heilbrigðisþjónustunni Tugi milljarða vantar í íslenska heilbrigðisþjónustu til að hún standist samanburð við hin Norðurlöndin að mati forráðamanna Landspítalans. 28. apríl 2017 20:30 Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 26. apríl 2017 16:00 Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. 29. apríl 2017 13:30 Segja fjármunum ríkisins ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. 27. apríl 2017 18:47 Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. 27. apríl 2017 18:55 Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. 28. apríl 2017 13:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
„Vandinn við þessa fjármálaáætlun er að það er verið að forgangsraða innan of þröngs ramma. Ég er ekki að mótmæla því að það er ákveðin forgangsröðun í þágu heilbrigðismála en ramminn er bara of þröngur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var rædd í þaula. Ásamt Steingrími voru Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins gestir þáttarins en segja má að öll spjót standi að Óttari vegna framlaga til Landspítalans en forráðamenn Landsspítalans komu til að mynda fyrir velferðarnefnd Alþingis í gær og sögðu að það vantað 10 milljarða í rekstur spítalans á næsta ári. Gagnrýndi Steingrímur fjármálaáætlunina og sagði hann að ekki væri verið að spýta nóg í til að mæta þeim væntingum sem landsmenn hefði um uppbyggingu í innviðum og velferð sem kallað hefur verið eftir. „Því miður byrja menn á að ramma sig af með fjármálastefnu, leggja þar fáránlegt útgjaldaþak upp á 43 prósent af vergri landsframleiðslu, að hin opinberu útgjöld í heild megi ekki vera meiri. svo fara menn að boxa þetta af í fjármálaáætlun. Það er einfaldlega of þröngt,“ sagði Steingrímur og bætti við að enginn vilji væri hjá hægri öflum hér á landi til þess að sækja tekjur til þess að standa undir auknum útgjöldum sem þörf væri á.Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks.vísir/stefánNiðurgreiðsla skulda risastórt velferðarmál Hildur greip þá inn í og sagði fulltrúa vinstri vængsins gera lítið úr þeirri áherslu stjórnvalda síðustu ára til þess að greiða niður skuldir enda væri vaxtagjöld Íslendinga mikil. „Ég skil ekki af hverju við ræðum ekki þann póst meira því að skalinn er slíkur það mætti segja sú forgangsröðun er kannski eitt stærsta heilbrigðismál til framtíðar. Samkvæmt þeirri fjármálaáætlun sem nú liggur fyrir eru vaxtagjöldin, það sem við erum að greiða af okkar skuldum, það nemur útgjöldum allrar spítalaþjónustu,“ sagði Hildur. Steingrímur tók undir að það væri jákvætt að greiða niður skuldir ríkisins en það væri varasamt að einblína of mikið á bókfærðar skuldir. Skuldir ríkisins væri að finna víðar en í bókhaldinu. „Þær eru líka í sveltu vegakerfi, þær liggja líka í innviðum sem grotna niður. Hver segir að það sé betra að geyma þær skuldir og að leggja áherslu á að borga niður hinar bókfærðu skuldir. Ég legg áherslu á að einhvers staðar komum við að þeim tímapunkti að það fer að vera þjóðhagslega óskynsamlegt að halda áfram að svelta innviðina vegna þess að hinn uppsafnaði vandi er orðinn svo mikill,“ sagði Steingrímur og hvatti til þess að ríkisstjórnin myndi í auknum mæli horfa til þessa.Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirFleiri leiðir til en leið Steingríms eða nýfrjálshyggja Sagði Óttarr að ríkisstjórnin væri nú að horfa til þess að byggja upp innviðina og að nýrri fjármálaáætlun fylgdi drjúg útgjaldaaukning. Skaut hann létt á Steingrím og vísaði til orða þess síðarnefnda á þingi þar sem Steingrímur sagði Óttarr vera handjárnaðan við „fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunar.“ „Það er andstætt minni pólitík að það séu bara til tvær leiðir, annars vegar leið Steingríms og að allt annað sé nýfrjálshyggja. Björt framtíð er frjálslyndur miðjuflokkur og það er að mörgu leyti meðalhófshugsun í þessari fjármálaætlun vegna þess að þetta er tilraun til þess að taka á málum sem að mörgu leyti er þverpólitísk samstaða um,“ sagði Óttarr. Bætti hann við að ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir því að bæta þyrfti í innviðauppbyggingu og eflingu heilbrigðiskerfisins eftir erfiðleika hrunsins og áranna þar á eftir. Það væri hins vegar mikilvægt að fara varlega af stað til þess að koma í veg fyrir hringekju góðæris og hruns. „Steingrímur ætti nú að þekkja það manna best hvað það er ömurleg staða að vera alltaf að reka ríkisreksturinn og íslenskt efnahagslíf í þessum öldudölum og toppum þar sem annaðhvort er brjálað partý eða ferlegur niðurskurður og hryllingur. Til þess þurfum við að finna einhverjar millileiðir í varlegri uppbyggingu sem er nauðsynleg, ég er alveg sammála því, en á sama tíma þurfum að reyna að hemja þessa þenslu sem er í efnaghagslínunni og er stórhættuleg.“ Sjá má Víglínuna í heild sinni hér að neðan en farið var um víðan völl. Meðal annars var rætt um nýtt greiðsluþáttökukerfi í heilbrigðiskerfinu sem tekur gildi á mánudaginn auk þess sem að stuttlega var rætt um umdeild rafsígarettufrumvarp heilbrigðisráðherra.
Víglínan Tengdar fréttir Tugmilljarða gat í heilbrigðisþjónustunni Tugi milljarða vantar í íslenska heilbrigðisþjónustu til að hún standist samanburð við hin Norðurlöndin að mati forráðamanna Landspítalans. 28. apríl 2017 20:30 Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 26. apríl 2017 16:00 Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. 29. apríl 2017 13:30 Segja fjármunum ríkisins ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. 27. apríl 2017 18:47 Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. 27. apríl 2017 18:55 Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. 28. apríl 2017 13:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Tugmilljarða gat í heilbrigðisþjónustunni Tugi milljarða vantar í íslenska heilbrigðisþjónustu til að hún standist samanburð við hin Norðurlöndin að mati forráðamanna Landspítalans. 28. apríl 2017 20:30
Spurði hvort Björt framtíð ætlaði að láta handjárna sig í fjármálaáætlun nýfrjálshyggjunnar Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, beindi tveimur spurningum til Óttars Proppé, heilbrigðisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 26. apríl 2017 16:00
Mótmæla skertum framlögum til framhaldsskólanna Framhaldsskólakennarar eru ekki sáttir með skert framlög til framhaldsskóla og mótmæla jafnframt breytingum á lögum um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. 29. apríl 2017 13:30
Segja fjármunum ríkisins ekki forgangsraðað til þeirra sem sárast þurfi á þeim að halda Öryrkjabandalag Íslands hefur í dag sent inn umsögn vegna þingsályktunartillögu um fjármálaáætlun fyrir 2018-2022. 27. apríl 2017 18:47
Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. 27. apríl 2017 18:55
Landspítalinn gagnrýnir forsendur ríkisstjórnarinnar Forráðamenn spítalans telja að það vanti tíu milljarða inn í rekstur spítalans á næsta ári ef koma eigi í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu. 28. apríl 2017 13:03
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent