Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2017 11:00 Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík á dögunum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Angelucci var búinn að kynna sér saltfiskverkun í KG á Rifi og Valafelli í Ólafsvík með verkefnisstjóra Íslandsstofu, Kristni Björnssyni, þegar við hittum þá fyrir utan heimahús í Ólafsvík. Þeir voru á leið í veislu til eigenda Valafells, Kristínar Vigfúsdóttur og Erlings Jónassonar. Í eldhúsinu var enginn annar en Rúnar Marvinsson, sem matargagnrýnandinn Jónas Kristjánsson kallar ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu. Á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ og áður á Hótel Búðum var Rúnar brautryðjandi í að kynna fjölbreyttari nýtingu sjávarfangs. Rúnar minnist þess að það þýddi ekkert að bjóða Íslendingum þorsk á matseðlinum á Búðum árið 1980. „En þetta hefur breyst mjög mikið. Nú eru allir með þorsk, - og allsstaðar þorskhnakki. Það er eins og það sé ekkert á þorskinum nema hnakki,“ segir Rúnar og hlær. Og það er einmitt saltaður þorskhnakki sem hinn ítalski og aðrir gestir fá í aðalrétt en Íslandsstofa bauð blaðamanninum til landsins til að kynna íslenska saltfiskinn.Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri Íslandsstofu, í saltfiskveislu á heimili eigenda Valafells í Ólafsvík.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Hann er svona gastronomi-blaðamaður og er á ferð um landið, - er á Snæfellsnesi í dag, - og fær að kynnast þar fiskverkun og síðan fær hann að njóta saltfisks hjá Kristínu í Valafelli,“ segir Kristinn Björnsson, en hann vinnur hjá Íslandsstofu við að kynna þorskafurðir í Suður Evrópu. Umfjöllun ítalska blaðamannsins um saltfiskinn má sjá hér. Þegar við spyrjum hvar Rúnar Marvinsson sé í dag þá segist hann sestur í helgan stein,- vera kominn fram yfir síðasta söludag. „Núna er ég bara á Hótel Ríkið, ég fæ 180 þúsund á mánuði, held ég, kannski komið í 200 þúsund. Ég þarf ekki að kvarta. Er búsettur á Hellissandi núna. Ég kann bara mjög vel við mig hérna á Nesinu allsstaðar. Þetta er eðalfólk hér allsstaðar sem ég hef kynnst.“ Við heyrum meira af Rúnari Marvinssyni og saltfiskréttum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, á mánudag. Hér má sjá myndbrot úr þættinum. Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík á dögunum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Angelucci var búinn að kynna sér saltfiskverkun í KG á Rifi og Valafelli í Ólafsvík með verkefnisstjóra Íslandsstofu, Kristni Björnssyni, þegar við hittum þá fyrir utan heimahús í Ólafsvík. Þeir voru á leið í veislu til eigenda Valafells, Kristínar Vigfúsdóttur og Erlings Jónassonar. Í eldhúsinu var enginn annar en Rúnar Marvinsson, sem matargagnrýnandinn Jónas Kristjánsson kallar ókrýndan konung íslenskrar sjávarréttamatreiðslu. Á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ og áður á Hótel Búðum var Rúnar brautryðjandi í að kynna fjölbreyttari nýtingu sjávarfangs. Rúnar minnist þess að það þýddi ekkert að bjóða Íslendingum þorsk á matseðlinum á Búðum árið 1980. „En þetta hefur breyst mjög mikið. Nú eru allir með þorsk, - og allsstaðar þorskhnakki. Það er eins og það sé ekkert á þorskinum nema hnakki,“ segir Rúnar og hlær. Og það er einmitt saltaður þorskhnakki sem hinn ítalski og aðrir gestir fá í aðalrétt en Íslandsstofa bauð blaðamanninum til landsins til að kynna íslenska saltfiskinn.Kristinn Björnsson, verkefnisstjóri Íslandsstofu, í saltfiskveislu á heimili eigenda Valafells í Ólafsvík.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Hann er svona gastronomi-blaðamaður og er á ferð um landið, - er á Snæfellsnesi í dag, - og fær að kynnast þar fiskverkun og síðan fær hann að njóta saltfisks hjá Kristínu í Valafelli,“ segir Kristinn Björnsson, en hann vinnur hjá Íslandsstofu við að kynna þorskafurðir í Suður Evrópu. Umfjöllun ítalska blaðamannsins um saltfiskinn má sjá hér. Þegar við spyrjum hvar Rúnar Marvinsson sé í dag þá segist hann sestur í helgan stein,- vera kominn fram yfir síðasta söludag. „Núna er ég bara á Hótel Ríkið, ég fæ 180 þúsund á mánuði, held ég, kannski komið í 200 þúsund. Ég þarf ekki að kvarta. Er búsettur á Hellissandi núna. Ég kann bara mjög vel við mig hérna á Nesinu allsstaðar. Þetta er eðalfólk hér allsstaðar sem ég hef kynnst.“ Við heyrum meira af Rúnari Marvinssyni og saltfiskréttum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, á mánudag. Hér má sjá myndbrot úr þættinum.
Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30
Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00