Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2017 21:00 Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. Rætt var við Halldóru Unnarsdóttur skipstjóra í frétt Stöðvar 2 frá Snæfellsnesi, sem sjá má hér að ofan. Halldóra Kristín segist hafa byrjað tólf ára gömul á grásleppu með föður sínum og afa en hún býr sig nú undir strandveiðarnar, sem hefjast í næsta mánuði. „Þetta verður fimmta sumarið mitt sem skipstjóri á strandveiðum. Ein,“ segir Halldóra. Hún segist hafa verið hvött af pabba sínum til að afla sér skipstjórnarréttinda og nú er hún að gera trilluna Andra SH klára á Rifi fyrir vertíðina. „Það er byrjað að spasla og mála og skipta um allskonar sem þarf að laga,“ segir hún um verkefnin þessa dagana. -Það er ekki hægt að kalla þig trillukarl? „Nei. Ég hef kallað mig útgerðarprinsessan. Ég vil hafa aðeins flottari nöfn yfir þessu heldur en aðrir.“Halldóra er að undirbúa trilluna Andra SH á Rifi þessa dagana fyrir strandveiðarnar, sem hefjast 2. maí.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hún segist vita um eina aðra stúlku á Snæfellsnesi sem er skipstjóri á strandveiðunum og segir þetta ekki starf sem karlar eigi að einoka. Og henni aflast vel. „Ég toppa hvert sumar, eftir hvert annað. Þeir verða oft pirraðir út í mig, strákarnir, að ég skuli vera komin á undan þeim í land. Ég virðist finna fiskinn betur en þeir. Þó að ég sé ekki á hraðasta bátnum.“ -Þannig að þú ert fiskin? „Já. Það eru einhverjir hæfileikar sem ég hef erft af afa mínum og pabba mínum, - að finna fiskinn.“ Nánar er rætt við Halldóru í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 sem fjallar um útgerðarstöðina Snæfellsbæ. Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. Rætt var við Halldóru Unnarsdóttur skipstjóra í frétt Stöðvar 2 frá Snæfellsnesi, sem sjá má hér að ofan. Halldóra Kristín segist hafa byrjað tólf ára gömul á grásleppu með föður sínum og afa en hún býr sig nú undir strandveiðarnar, sem hefjast í næsta mánuði. „Þetta verður fimmta sumarið mitt sem skipstjóri á strandveiðum. Ein,“ segir Halldóra. Hún segist hafa verið hvött af pabba sínum til að afla sér skipstjórnarréttinda og nú er hún að gera trilluna Andra SH klára á Rifi fyrir vertíðina. „Það er byrjað að spasla og mála og skipta um allskonar sem þarf að laga,“ segir hún um verkefnin þessa dagana. -Það er ekki hægt að kalla þig trillukarl? „Nei. Ég hef kallað mig útgerðarprinsessan. Ég vil hafa aðeins flottari nöfn yfir þessu heldur en aðrir.“Halldóra er að undirbúa trilluna Andra SH á Rifi þessa dagana fyrir strandveiðarnar, sem hefjast 2. maí.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hún segist vita um eina aðra stúlku á Snæfellsnesi sem er skipstjóri á strandveiðunum og segir þetta ekki starf sem karlar eigi að einoka. Og henni aflast vel. „Ég toppa hvert sumar, eftir hvert annað. Þeir verða oft pirraðir út í mig, strákarnir, að ég skuli vera komin á undan þeim í land. Ég virðist finna fiskinn betur en þeir. Þó að ég sé ekki á hraðasta bátnum.“ -Þannig að þú ert fiskin? „Já. Það eru einhverjir hæfileikar sem ég hef erft af afa mínum og pabba mínum, - að finna fiskinn.“ Nánar er rætt við Halldóru í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 sem fjallar um útgerðarstöðina Snæfellsbæ.
Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30
Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00
Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00