Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Sæunn Gísladóttir skrifar 11. apríl 2017 06:00 Thomas Möller Olsen lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. vísir/vilhelm Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15