Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. apríl 2017 14:12 Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi, en einn ákærðu er fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra. Hann er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. vísir Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í dag átta manns sem ákærð voru fyrir aðild þeirra að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið hér á landi. Þyngstu dómana hlutu þeir sem sagðir voru höfuðpaurar málsins; Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra og Steingrímur Þór Ólafsson. Halldór var dæmdur í fjögurra ára fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára, og Steingrímur í skilorðsbundið tveggja og hálfs árs fangelsi. Hinir dómarnir voru vægari og skilorðsbundnir. Dómurinn var kveðinn upp klukkan 14 í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Má telja líklegt að skilorðsbinding dómanna komi til af því hve langan tíma rannsókn og málsmeðferð hefur tekið.Verjendur í málinu.vísir/eyþórSakborningarnir voru átta talsins; sex karlmenn og tvær konur og var málið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í um sjö ár. Halldór Jörgen var sagður hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og gegnt lykilhlutverki í málinu. Virðisaukaskattsvik áttmenninganna fóru fram í nafni tveggja félaga, H91 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Um var að ræða eins konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu, en fólkinu tókst að svíkja út tæplega 300 milljónir króna af hinu opinbera. Brotavilji fólksins virðist hafa verið einbeittur ef marka má ákæruna. Samkvæmt henni voru svikin skipulögð af Steingrími Þór Ólafssyni og urðu að veruleika með aðstoð Halldórs Jörgens. Hin sex sáu meðal annars um að taka féð út úr banka og millifæra það milli félaganna tveggja. Þau fóru á níu mánaða tímabili, frá október 2009 til júlí 2010, hátt í 200 sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka til að taka út 277 milljónir króna í reiðufé. Peningarnir hafa aldrei fundist, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrjú hinna átta voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókninni árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. VSK-málið Tengdar fréttir Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. 8. október 2010 05:30 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Aðalmeðferð frestað. 16. janúar 2017 10:00 Steingrímur Þór var á leið til Íslands Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Íslands þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu þegar hann var handtekinn í Venezúela í gær. 29. september 2010 13:59 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í dag átta manns sem ákærð voru fyrir aðild þeirra að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið hér á landi. Þyngstu dómana hlutu þeir sem sagðir voru höfuðpaurar málsins; Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra og Steingrímur Þór Ólafsson. Halldór var dæmdur í fjögurra ára fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára, og Steingrímur í skilorðsbundið tveggja og hálfs árs fangelsi. Hinir dómarnir voru vægari og skilorðsbundnir. Dómurinn var kveðinn upp klukkan 14 í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Má telja líklegt að skilorðsbinding dómanna komi til af því hve langan tíma rannsókn og málsmeðferð hefur tekið.Verjendur í málinu.vísir/eyþórSakborningarnir voru átta talsins; sex karlmenn og tvær konur og var málið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í um sjö ár. Halldór Jörgen var sagður hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og gegnt lykilhlutverki í málinu. Virðisaukaskattsvik áttmenninganna fóru fram í nafni tveggja félaga, H91 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Um var að ræða eins konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu, en fólkinu tókst að svíkja út tæplega 300 milljónir króna af hinu opinbera. Brotavilji fólksins virðist hafa verið einbeittur ef marka má ákæruna. Samkvæmt henni voru svikin skipulögð af Steingrími Þór Ólafssyni og urðu að veruleika með aðstoð Halldórs Jörgens. Hin sex sáu meðal annars um að taka féð út úr banka og millifæra það milli félaganna tveggja. Þau fóru á níu mánaða tímabili, frá október 2009 til júlí 2010, hátt í 200 sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka til að taka út 277 milljónir króna í reiðufé. Peningarnir hafa aldrei fundist, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrjú hinna átta voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókninni árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara.
VSK-málið Tengdar fréttir Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. 8. október 2010 05:30 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Aðalmeðferð frestað. 16. janúar 2017 10:00 Steingrímur Þór var á leið til Íslands Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Íslands þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu þegar hann var handtekinn í Venezúela í gær. 29. september 2010 13:59 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. 8. október 2010 05:30
Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00
Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Aðalmeðferð frestað. 16. janúar 2017 10:00
Steingrímur Þór var á leið til Íslands Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Íslands þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu þegar hann var handtekinn í Venezúela í gær. 29. september 2010 13:59
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30