Loforð um aukið fé til lyfjakaupa ekki efnt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu að tryggja fé til lyfjakaupa. Það hefur ekki enn gengið eftir. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00
Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00
Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00
Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05