550 hestafla Mustang Ecoboost á 33.000 dollara Finnur Thorlacius skrifar 12. apríl 2017 09:46 Ford Mustang. Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent
Það eru ekki margri 550 hestafla sportbílarnir sem fást á minna en 4 milljónir króna en slík kaup má gera hjá einum umboðsaðila Ford í Ohio, nánar tiltekið í bænum Lebanon. Þar er þessi vinsæli bíll til sölu með viðbótar Borg-Warner forþjöppu og stærri keflablásara tengda við venjulega Ecoboost Ford vél sem senda 550 hestöfl til afturhjóla bílsins. Verð bílsins er 32.995 dollarar, eða innan við 4 milljónir króna. Ódýrasta gerð Mustang kostar 26.195 dollara en Mustang GT kostar 33.195 dollara. 2018 árgerðin af Ford Mustang GT er 455 hestöfl og því er þessi ódýri Mustang Ecoboost tæplega 100 hestöflum öflugri en samt ódýrari. Þetta magnaða tilboð umboðsaðilans í Ohio ætti því að freista margra þeirra sem vilja eignast öflugan sportbíl á spottprís. Hingað kominn yrði þessi magnaði bíll þó nokkru dýrari þar sem hann fellur vafalaust ekki í ódýrasta vörugjaldsflokk.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Erlent