Trump svaraði því ekki hvort hann gaf leyfi fyrir því að varpa „móður allra sprengja“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2017 20:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti. vísir/getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði því ekki beint á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir því að varpa „móður allra sprengja,“ það er MOAB-sprengjunni, á jarðgangnasvæði ISIS í Austur-Afganistan. Sprengjunni var varpað fyrr í kvöld en um er að ræða stærstu sprengju sem til er í vopnabúri Bandaríkjahers ef frá eru talin kjarnavopn. Er þetta í fyrsta skipti sem sprengjan er notuð í hernaði en hún var fyrst sprengd í tilraunaskyni árið 2003. Á blaðamannafundinum í kvöld var Trump spurður að því hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir notkun sprengjunnar sagði forsetinn: „Allir vita nákvæmlega hvað gerðist. Það sem ég geri er að ég veiti hernum mínum leyfi. Við erum með besta her í heimi og þeir hafa gert sitt eins og venjulega. Við höfum gefið þeim fullt leyfi og það er það sem þeir eru að gera og þess vegna hafa þeir náð tilætluðum árangri undanfarið.“ Bandaríkjaforseti er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers en að því er fram kemur í frétt CNN var það herforinginn hersins í Afganistan, John Nicholson, sem tók ákvörðun um og gaf leyfi fyrir því að varpa sprengjunni. Var Hvíta húsið látið vita fyrir fram af því að sprengjan yrði notuð. Trump hefur gefið herforingjum meira svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir á ákveðnum átakasvæðum og segir forsetinn að það hafi skipt sköpum í baráttunni við ISIS undanfarið. Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaher varpar risasprengju í Afganistan Sprengjunni, sem er af gerðinni MOAB, hefur aldrei verið varpað í hernaði. 13. apríl 2017 17:35 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði því ekki beint á blaðamannafundi í dag hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir því að varpa „móður allra sprengja,“ það er MOAB-sprengjunni, á jarðgangnasvæði ISIS í Austur-Afganistan. Sprengjunni var varpað fyrr í kvöld en um er að ræða stærstu sprengju sem til er í vopnabúri Bandaríkjahers ef frá eru talin kjarnavopn. Er þetta í fyrsta skipti sem sprengjan er notuð í hernaði en hún var fyrst sprengd í tilraunaskyni árið 2003. Á blaðamannafundinum í kvöld var Trump spurður að því hvort að hann hefði formlega veitt leyfi fyrir notkun sprengjunnar sagði forsetinn: „Allir vita nákvæmlega hvað gerðist. Það sem ég geri er að ég veiti hernum mínum leyfi. Við erum með besta her í heimi og þeir hafa gert sitt eins og venjulega. Við höfum gefið þeim fullt leyfi og það er það sem þeir eru að gera og þess vegna hafa þeir náð tilætluðum árangri undanfarið.“ Bandaríkjaforseti er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers en að því er fram kemur í frétt CNN var það herforinginn hersins í Afganistan, John Nicholson, sem tók ákvörðun um og gaf leyfi fyrir því að varpa sprengjunni. Var Hvíta húsið látið vita fyrir fram af því að sprengjan yrði notuð. Trump hefur gefið herforingjum meira svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir á ákveðnum átakasvæðum og segir forsetinn að það hafi skipt sköpum í baráttunni við ISIS undanfarið.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaher varpar risasprengju í Afganistan Sprengjunni, sem er af gerðinni MOAB, hefur aldrei verið varpað í hernaði. 13. apríl 2017 17:35 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Bandaríkjaher varpar risasprengju í Afganistan Sprengjunni, sem er af gerðinni MOAB, hefur aldrei verið varpað í hernaði. 13. apríl 2017 17:35