Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 15:00 Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. Vísir/Getty Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“ Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“
Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00