Norður Kórea: „Við förum í stríð ef þeir vilja það“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2017 15:00 Tístin hans Trump gera lítið annað en að valda spennu á Kóreuskaga, að mati ráðherra í Norður Kóreu. Vísir/Getty Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“ Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Skrif Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter gera lítið annað en að auka spennuna á Kóreuskaga. Þetta segir varautanríkisráðherra Norður Kóreu í viðtali við AP-fréttaveituna. Ráðherrann segir jafnframt í þessu viðtali að ef Bandaríkin muni sýna einhver merki um hernaðarlegan yfirgang verði Norður Kórea viðbúin því. Ráðherrann heitir Han Song Ryol en hann segir yfirvöld í Norður Kóreu vera þeirrar skoðunar að Trump sé mun grimmari en forveri hans í starfi, Barack Obama. Hann bætti við að Norður Kóreu muni halda áfram framleiðslu hágæða kjarnavopna í miklu magni og að Norður Kóreu sé tilbúin að fara í stríð við Bandaríkin. Spennan á Kóreuskaga er mikil en Bandaríkin sneru flugmóðurskipinu Carl Vinson frá Ástralíu í vikunni og var stefnan tekin á Kóreuskaga. Gervitunglamyndir sem Bandaríkjamenn hafa náð gefa til kynna að Norður Kóreumenn muni gera tilraun með kjarnorkuvopni á næstunni, sem yrði sú sjötta í röðinni. Norður Kóreumenn gerðu tilraun með skotflaug fyrir skömmu og gáfu það út skömmu síðar að þeir væru nærri því að fullkomna flaug og kjarnaodd sem þeir geta skotið á milli heimsálfa og þannig gert Bandaríkin að skotmarki sínu. AP segir sérfræðinga telja Norður Kóreumenn vera nokkrum árum frá því að fullkomna þessa tækni. Þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi hótað hernaðaraðgerðum ef Norður Kóreumenn gera aðra kjarnaorkuvopnatilraun þá segist Han Song Ryol ekki útiloka slíka tilraun í náinni framtíð. Á þriðjudag ritaði Donald Trump á Twitter að Norður Kórea væri að leita að vandræðum og kallaði eftir auknum þrýstingi frá Kínverjum um að leggja meiri þunga í viðskiptaþvinganir á Norður Kóreumenn, í þeirri von að þeir láti af þróun kjarnorkuvopna. Hótaði Trump því að ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum þá muni Bandaríkjamenn sjá um málið sjálfir. „Trump ögrar með svona árásargjörnu tali. Það er ekki Norður Kórea sem er vandamálið, heldur Bandaríkin og Trump,“ segir Han Song Ryol. „Við förum í stríð ef þeir vilja það.“
Donald Trump Tengdar fréttir Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55 N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57 Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00 Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Sjá meira
Gætu ráðist á Norður-Kóreu ef Kim Jong-un stefnir á kjarnorkuvopnatilraun Bandaríkin gætu gert fyrirbyggjandi árás á Norður-Kóreu ef bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, stefni á kjarnorkuvopnatilraun. 13. apríl 2017 22:55
N-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á Bandaríkin Norður-Kóreumenn hóta að varpa kjarnorkusprengju á bandarískt meginland vegna herskipa sem sigla í átt að Kóreuskaganum. 11. apríl 2017 21:57
Stormur í vatnsglasi eða yfirvofandi innrás? Á annað hundrað þúsunda kínverskra hermanna eru við landamærin að Norður-Kóreu. Bandarísk flotadeild er við ströndina. Leiðtoginn hótar að skjóta kjarnorkusprengjum. Suður-Kórea heldur heræfingar við landamæri ríkjanna. 13. apríl 2017 07:00
Vilja fella Bandaríkin með kjarnorkueldi Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu (KCNA) greindi í gær frá því að Bandaríkjamenn mættu eiga von á gagnaðgerðum eftir að Carl Vinson-flotadeild bandaríska sjóhersins var siglt upp að Kóreuskaga. 12. apríl 2017 07:00