Hnífstunga á Akureyri: Úr lífshættu eftir sex klukkustunda langa aðgerð Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. apríl 2017 10:53 Frá sjúkrahúsinu á Akureyri. Vísir/Auðunn Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárás í Kjarnaskógi á Akureyri í gær var um sex klukkustundir í aðgerð þar sem læknar gerðu að sárum hans. Hann var stunginn tvisvar sinnum í lærið af árásarmanninum og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann er nú úr lífshættu að sögn lögreglunnar á Akureyri. Guðmundur St. Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir tildrög árásarinnar hafa verið með þeim hætti að rifrildi blossaði upp á milli mannsins sem varð fyrir árásinni og annars manns í Kjarnaskógi um klukkan 14 í gær. Þegar rifrildið hafði staðið yfir í einhvern tíma dró þriðji maðurinn upp hníf og stakk fórnarlambið tvisvar í lærið. „Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sá sem er grunaður um árásina flúði af vettvangi en þegar lögreglu bar að voru þar einungis maðurinn sem varð fyrir árásinni og kærastan hans. Lögreglan fékk ábendingu um hvar hinn grunaði héldi til, en það var í fjölbýlishúsi við Hrísalund. Þegar þangað var komið fannst maðurinn í bíl skammt frá Hrísalundi. Í bílnum fannst einnig barefli og exi. Par var handtekið grunað um aðild að árásinni og fannst nokkuð magn af fíkniefnum í fórum þeirra. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnamálsins en þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Parinu og manninum sem er grunaður um árásina, var haldið í fangaklefa á Akureyri í nótt og verða þau yfirheyrð í dag. Guðmundur St. segir lögreglu leita eins til viðbótar því hann gæti búið yfir upplýsingum um málið, en lögreglan leggur þó ekki ofuráherslu á það í bili þar sem hún telur sig vera búin að ná utan um þessa árás að mestu. Ásamt því að yfirheyra manninn og parið mun lögregla einnig yfirheyra nokkur vitni í dag. Guðmundur segir engin tengsl á milli hnífstungunnar og fíkniefnamálsins. Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir hnífstunguárás í Kjarnaskógi á Akureyri í gær var um sex klukkustundir í aðgerð þar sem læknar gerðu að sárum hans. Hann var stunginn tvisvar sinnum í lærið af árásarmanninum og hlaut við það slagæðarblæðingu. Hann er nú úr lífshættu að sögn lögreglunnar á Akureyri. Guðmundur St. Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir tildrög árásarinnar hafa verið með þeim hætti að rifrildi blossaði upp á milli mannsins sem varð fyrir árásinni og annars manns í Kjarnaskógi um klukkan 14 í gær. Þegar rifrildið hafði staðið yfir í einhvern tíma dró þriðji maðurinn upp hníf og stakk fórnarlambið tvisvar í lærið. „Hefði honum ekki verið komið á sjúkrahús hefði honum hugsanlega blætt út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Sá sem er grunaður um árásina flúði af vettvangi en þegar lögreglu bar að voru þar einungis maðurinn sem varð fyrir árásinni og kærastan hans. Lögreglan fékk ábendingu um hvar hinn grunaði héldi til, en það var í fjölbýlishúsi við Hrísalund. Þegar þangað var komið fannst maðurinn í bíl skammt frá Hrísalundi. Í bílnum fannst einnig barefli og exi. Par var handtekið grunað um aðild að árásinni og fannst nokkuð magn af fíkniefnum í fórum þeirra. Þrír til viðbótar voru handteknir vegna fíkniefnamálsins en þeim var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Parinu og manninum sem er grunaður um árásina, var haldið í fangaklefa á Akureyri í nótt og verða þau yfirheyrð í dag. Guðmundur St. segir lögreglu leita eins til viðbótar því hann gæti búið yfir upplýsingum um málið, en lögreglan leggur þó ekki ofuráherslu á það í bili þar sem hún telur sig vera búin að ná utan um þessa árás að mestu. Ásamt því að yfirheyra manninn og parið mun lögregla einnig yfirheyra nokkur vitni í dag. Guðmundur segir engin tengsl á milli hnífstungunnar og fíkniefnamálsins.
Hnífsstunga í Kjarnaskógi Tengdar fréttir Þrír í haldi vegna hnífstungu á Akureyri Stunginn í lærið í Kjarnaskógi. 15. apríl 2017 09:20 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira