Andri: Þakka ykkur fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2017 19:23 Andri skorar framhá Giedrius Morkunas. vísir/anton „Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. Eftir sigurinn er Fram komið í undanúrslit, en Andri átti afar góðan leik í dag. „Þeir jöfnuðu tvisvar alveg í lokin og tryggðu sér þannig framlengingu, en við náðum að loka þessu í vító og áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir peninginn.” Fram var komið í afar góða stöðu undir lok venjulegs leiktíma, en kastaði þeirri forystu frá sér. Þeir höfðu þetta að lokum og Andra er því alveg sama. „Við eigum það til að vera klaufar, eiginlega bara í flestum leikjum. Við erum búnir að vera klára þessa leiki þar sem þetta hefur verið jafnt.” „Ef við hefðum haldið betur á spilunum hefðum við getað klárað þetta í lokin, en við hleyptum þeim inn í leikinn. Þetta fór í tvær framlengingar og við unnum svo mér er alveg sama.” Fyrir tímabilið var litið á Fram sem algjört fallbyssufóður. Þeir höfðu misst marga lykilmenn og Guðmundur Helgi Pálsson tók við liðinu síðla sumars. Árangurinn er sér í lagi magnaður. „Ég held við séum búnir að troða sokk upp í ansi marga, en ég meina spá er bara spá. Þetta peppaði okkur bara upp. Ég ætla þakka ykkur bara fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi. Þetta hefur hjálpað okkur mikið.” Andra líst vel á grannaslaginn sem er framundan í undanúrslitunum, en þar mætir Fram grönnum sínum í Val. „Það er draumur. Ég hef aldrei verið í svona nágrannaslögum í handboltanum. Þetta er Valur-Fram og ég trúi ekki öðru en það verði fullt bæði í Fram-heimilinu og Valshöllinni. Þetta verður bara sama veislan og þetta er búið að vera,” sagði þessi öflugi vinstri hornamaður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira
„Þetta er held ég mesta rugl sem ég hef lent í. Þvílíkur draumur að ná klára þennan leik, en ég held að við höfðum átt það skilið,” sagði Andri Þór Helgason, einn af markahæstu mönnum Fram í dag, þegar liðið sló út Íslandsmeistara Hauka. Eftir sigurinn er Fram komið í undanúrslit, en Andri átti afar góðan leik í dag. „Þeir jöfnuðu tvisvar alveg í lokin og tryggðu sér þannig framlengingu, en við náðum að loka þessu í vító og áhorfendurnir fengu eitthvað fyrir peninginn.” Fram var komið í afar góða stöðu undir lok venjulegs leiktíma, en kastaði þeirri forystu frá sér. Þeir höfðu þetta að lokum og Andra er því alveg sama. „Við eigum það til að vera klaufar, eiginlega bara í flestum leikjum. Við erum búnir að vera klára þessa leiki þar sem þetta hefur verið jafnt.” „Ef við hefðum haldið betur á spilunum hefðum við getað klárað þetta í lokin, en við hleyptum þeim inn í leikinn. Þetta fór í tvær framlengingar og við unnum svo mér er alveg sama.” Fyrir tímabilið var litið á Fram sem algjört fallbyssufóður. Þeir höfðu misst marga lykilmenn og Guðmundur Helgi Pálsson tók við liðinu síðla sumars. Árangurinn er sér í lagi magnaður. „Ég held við séum búnir að troða sokk upp í ansi marga, en ég meina spá er bara spá. Þetta peppaði okkur bara upp. Ég ætla þakka ykkur bara fyrir að hafa spáð okkur svona slöku gengi. Þetta hefur hjálpað okkur mikið.” Andra líst vel á grannaslaginn sem er framundan í undanúrslitunum, en þar mætir Fram grönnum sínum í Val. „Það er draumur. Ég hef aldrei verið í svona nágrannaslögum í handboltanum. Þetta er Valur-Fram og ég trúi ekki öðru en það verði fullt bæði í Fram-heimilinu og Valshöllinni. Þetta verður bara sama veislan og þetta er búið að vera,” sagði þessi öflugi vinstri hornamaður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Sjá meira