Óskar Bjarni: Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag Gabríel Sighvatsson í Eyjum skrifar 15. apríl 2017 19:29 Óskar Bjarni og strákarnir hans eru komnir í undanúrslit. vísir/anton Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfara Vals, var hæstánægður eftir sigurinn á ÍBV. „Eyjamenn eru með flott lið og þessi leikur var stórkostlegur. Þeir virtust alltaf vera skrefi á undan en svo komumst við einu marki yfir og setjum pressuna á Eyjamenn og við náðum að sigla þessu heim,“ sagði Óskar Bjarni eftir leik. Valsmenn hafa yfirleitt verið undir mestmegnis af leikjunum, var það planið í dag að vera nokkrum undir og eiga nóg eftir á lokamínútunum? „Já, það var þannig, mér fannst við vera verri í fyrsta leiknum en við viljum alveg vera 2-3 mörkum undir í hálfleik, það er allt í lagi en þeir eru svo fljótir að fara í í 6-7. Þetta snýst stundum um að reyna að halda ró og halda í þá, þó það þýði ekki endilega að þú vinnir þá þannig,“ sagði Óskar Bjarni. „Við náðum betri varnarleik í seinni hálfleik, það er erfitt að spila á móti sjö sóknarmönnum, mér finnst þeir útfæra það mjög vel. Þeir eru með menn sem geta skorað úr öllum stöðum, það kom smá neisti í okkur þegar við fáum rauða spjaldið.“ Margir Eyjamenn náðu sér ekki á strik í dag og markvarslan í seinni hálfleik var mjög léleg sem Valsmenn nýttu sér. „Við skutum nokkuð vel, ég hélt að Stephen myndi loka þessu þegar hann kom aftur inn. Kolli átti nokkrar góðar vörslur en Bubbi var sigurvegari markmannanna í dag, 45 ára eitthvað svoleiðis. Hann verður bara betri og betri ef hann fær að spila hálftíma og hálftíma,“ sagði Óskar Bjarni. Fyrirfram var ÍBV talið sigurstranglegra liðið og sagði Óskar að það hefði hentað sínu liði ágætlega. „Það er oft erfitt fyrir okkur Íslendingana að vera í þessari stöðu, ÍBV var að mínu mati liðið sem þurfti að fara í gegnum hvort það sem það var í 8-liða eða undanúrslitum. Það er þægilegra að þurfa bara að vinna þá tvisvar og eru líklega með sterkasta byrjunarliðið,“ sagði Óskar Bjarni. „Þeir voru rosa heitir fyrir úrslitakeppnina þannig að þetta var enginn draumur, ég skal viðurkenna það. Fyrir okkur er þetta líka erfitt andlega því við erum að fara í undanúrslit Evrópukeppni næsta laugardag. Þetta er skemmtilegt vandamál sem við erum að glíma við.“ Óskar Bjarni sagði að hann hefði þegið þetta fyrir mót. „Að sjálfsögðu, við getum oft verið sjálfum okkur verstir en þegar við náum að halda planinu okkar þá erum við mjög góðir,“ sagði þjálfarinn. Josip Juric Grgic fékk að líta rauða spjaldið í upphafi seinni hálfleik en það virtist gefa gestunum byr undir báða vængi. „Ég sá ekki brotið hjá honum þannig að ég get ekki tjáð mig um það en við höfum góða breidd. Alex kom sterkur inn, við áttum Anton til að koma vinstra megin og við eigum Ými inni. Það er oft óþægilegt fyrir liðin þegar hitt liðið fær rautt spjald og ég held að orkan fari ef eitthvað er til okkar þegar þetta gerist,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30 Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - Valur 26-27 | Valsmenn komnir í undanúrslit Valur er kominn í undanúrslit Olís-deildar karla eftir ótrúlegan eins marks sigur, 26-27, á ÍBV í oddaleik í Eyjum í dag. 15. apríl 2017 19:30
Unnu öll fjögur undanúrslitaliðin á síðustu 56 dögum en eru nú úr leik Karlalið ÍBV í handbolta hefur lokið leik í vetur en Eyjamenn töpuðu fyrir Valsmönnum, 26-27, í oddaleik í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í dag. 15. apríl 2017 19:08