Upplifun fjölskyldunnar ekki með þeim hætti sem spítalinn vildi Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 17. apríl 2017 20:36 Hafþór Magni Sólmundsson segir að bæta verði úr alvarlegum samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira
Landspítalinn segist ætla að rannsaka með ítarlegum hætti hvað það var sem fór úrskeiðis þegar íslenskur karlmaður varð fyrir hrinu mistaka eftir skurðaðgerð. Málið sé litið alvarlegum augum en að mikilvægt sé að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni. Sonur mannsins, Hafþór Magni Sólmundsson, greindi frá mistökunum á Facebook-síðu sinni á dögunum, þar sem hann sagði föður sinn til dæmis hafa verið sendan einan í almenningsflug til Akureyrar nokkrum dögum eftir aðgerðina, á morfínlyfjum og með ógróið sár. Hann sagði að um alvarlegan samskiptavanda innan heilbrigðiskerfisins væri að ræða. Landspítalinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í kvöld en þar segir að upplifun fjölskyldunnar af þjónustunni á Landspítalanum sé ekki með þeim hætti sem spítalinn vilji. Það sé mikilvægt að fjölskyldan hafi ákveðið að deila upplifun sinni því það geri spítalanum kleift að skoða málið ítarlega og kanna hvað kunni að hafa farið úrskeiðis. Þá verði málið rannsakað kerfisbundið og gripið í kjölfarið til úrvinnslu og viðeigandi aðgerða til að fyrirbyggja að mistök og frávik endurtaki sig.Mistakahrina í kjölfar aðgerðarinnar Faðir Hafþórs, sem er búsettur á Akureyri, fór í skurðaðgerð á Landspítalanum í síðustu viku til að láta fjarlægja illkynja æxli. Hafþór sagði frá því í framhaldinu að hrina mistaka hafi átt sér stað eftir aðgerðina. Til að mynda hafi gleymst að taka föður hans úr svokölluðum flugsokkum sem hann fór í fyrir aðgerðina en slíkir sokkar eru notaðir sem forvörn fyrir blóðflæði og bjúg við aðgerð. Þá átti faðir hans að fá flautu eftir aðgerðina til að koma önduninni í eðlilegt horf að nýju og passa upp á að vökvi færi ekki í lungun. Á degi tvö, þegar hjúkrunarfræðingur minnti á að hann fengi að blása í flautuna, uppgötvaðist að hann hafði enga flautu fengið. Alvarlegustu mistökin voru að sögn Hafþórs flutningurinn norður þegar faðir hans var skilinn einn eftir á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafi hann verið illa haldinn eftir aðgerðina og að honum hafi ítrekað verið sagt að hann mætti ekkert reyna á sig. Þegar komið var á Akureyri kom í ljós að enginn sjúkrabíll var á flugvellinum. Hafþór segir að það hafi einnig gleymst að biðja um bíl til að flytja hann og þegar á sjúkrahúsið á Akureyri var komið kom í ljós að engar læknaskýrslur eða pappírar um lyfjagjöf hefðu fylgt pabba hans. Rætt var við Hafþór í kvöldfréttum Stöðvar 2, líkt og sjá má hér fyrir neðan.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Sjá meira