Einar Andri: Maður vill ekki móðga neinn Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2017 22:26 Einar Andri er greinilega ekki sammála Þorleifi Árna, öðrum dómara leiksins. vísir/andri marinó Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sagði sína menn hafa leikið vel í tapleiknum gegn FH í kvöld og vildi lítið tjá sig um frammistöðu dómaranna. „Við spiluðum mjög vel í kvöld. Markvarslan var ekki nógu góð í fyrri hálfleik og síðan kemur einn stuttur kafli þar sem við missum aðeins agann í sóknarleiknum. Annars er seinni hálfleikur mjög góður og við erum óheppnir að ná ekki að klára þetta,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi eftir leikinn í Krikanum í kvöld. „Þetta féll bara þeirra megin í dag, það er einfalda skýringin án þess að vera búinn að horfa á þetta aftur. Mér fannst við óskynsamir í 2-3 sóknum í lokin og síðan datt frákast með þeim sem hefði mátt falla með okkur.“ Mosfellingar kvörtuðu mikið undan dómurunum á meðan á leik stóð í kvöld og höfðu nokkuð til síns máls í einhver skipti. Þeir vildu til að mynda fá víti á lokasekúndunum en í staðinn var dæmdur ruðningur á Erni Hrafn Arnarsson. „Ég held að það sé best að segja sem minnst. Þetta er langt mót og maður vill ekki móðga neinn,“ bætti Einar Andri við og vildi augljóslega lítið ræða frammistöðu þeirra Ramunas Mikulunis og Þorleifs Árna Björnssonar. Næsti leikur liðanna fer fram í Mosfellsbænum á laugardaginn og með tapi þar verða Mosfellingar komnir í erfiða stöðu en þrjá leiki þarf til að komast í úrslitaeinvígið. „Við þurfum að setjast yfir leikinn og sjá. Heilt yfir var þetta í lagi en það eru smáatriði hér og þar sem við þurfum að finna og láta falla með okkur,“ og sagði að hann ætti ekki von á að Böðvar Páll Ásgeirsson yrði með í leiknum á laugardag en vonir stóðu til að hann yrði klár fyrir einvígið gegn FH eftir að hafa verið frá vegna meiðsla í nær allan vetur. „Það er erfitt að segja með hann en eins og staðan er í dag þá er hann ekki með,“ sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 28-27 | Naumur sigur FH í fyrsta leik FH er komið yfir í einvíginu gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna sem fram fór í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur urðu 28-27 eftir spennandi lokamínútur. 19. apríl 2017 22:45
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn