Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2017 21:30 Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30