Sakar Nunes um að reyna að dreifa athygli frá tengslum Trump við Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. apríl 2017 23:30 Devin Nunes, hlýtur æ meiri gagnrýni vegna framgöngu sinnar í rannsókn á tengslum Trump við Rússa. Vísir/EPA Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Demókratar saka Devin Nunes, Repúblikana og formann þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál, sem nú fer með rannsókn á tengslum ríkisstjórnar Trump við Rússa, um að þvælast vísvitandi fyrir rannsókninni. Guardian greinir frá.Nunes er sakaður um að vinna að því að vernda hagsmuni forsetans í stað þess að vinna að sjálfstæðri rannsókn á háttalagi ríkisstjórnarinnar. Fremstur í að gagnrýna Nunes er demókratinn Adam Schiff, þingmaður Flórídaríkis í fulltrúadeildinni, en hann á sæti í nefndinni sem Nunes leiðir. Hann sakar Nunes um að reyna að „afvegaleiða almenning“ frá því sem raunverulega skiptir máli. Ásakanirnar má rekja til þess að Nunes gaf nýlega út tilkynningu, án samráðs við aðra nefndarmeðlimi, þar sem hann hélt því fram að hann hefði undir höndum gögn sem bentu til þess að meðlimir í kosningateymi Trump hefðu verið hleraðir af ríkisstjórn Barack Obama. Forsetinn greip fullyrðingar Nunes fegins hendi, enda höfðu engin gögn komið fram sem stutt hafa fullyrðingar hans um hleranir Obama. Nunes hefur neitað að sýna fjölmiðlum umrædd gögn og neitaði lengi vel að segja hvaðan þau komu en lét síðan hafa eftir sér að heimildarmenn hans hefðu verið tveir starfsmenn Hvíta hússins. Þá var hann jafnframt gagnrýndur fyrir að hlaupa til Trump með þær upplýsingar. Sjá einnig: Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Síðastliðinn laugardag greip forsetinn aftur til Twitter, þar sem hann réðist á fjölmiðla fyrir að fjalla um tengsl hans við Rússa, í stað hlerana Obama, eins og má sjá hér að neðan. Vegna ásakanna Schiff er ljóst að rannsókn nefndarinnar hefur verið sett á ís, en nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, sem og bandaríska alríkislögreglan rannsaka enn tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa. Demókratar, sem og nokkrir aðilar innan Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Nunes segi af sér sem formaður nefndarinnar, en Nunes hefur neitað að verða við þeirri beiðni. Þá hefur einnig verið kallað eftir því að sett verði á fót sjálfstæð nefnd sem fari með rannsókn málsins, málið sé talið það alvarlegt. Hefur meðal annars fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, frá árinu 2008, John McCain kallað eftir því. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, segir að ekki sé þörf á „enn einni rannsókninni“ á málinu, einungis til þess að tryggja að „niðurstaðan muni örugglega verða sanngjörn.“When will Sleepy Eyes Chuck Todd and @NBCNews start talking about the Obama SURVEILLANCE SCANDAL and stop with the Fake Trump/Russia story?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 1, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40