Fótbolti

Þurfti 11 færri leiki en Messi til að ná 100 mörkum fyrir Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snillingarnir Neymar og Messi voru ekki lengi að skora 100 mörk fyrir Barcelona.
Snillingarnir Neymar og Messi voru ekki lengi að skora 100 mörk fyrir Barcelona. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Neymar skoraði sitt hundraðasta mark fyrir Barcelona þegar liðið lagði Granada að velli, 1-4, í gærkvöldi.

Neymar þurfti aðeins 177 leiki til að skora þessi 100 mörk. Til samanburðar þurfti Lionel Messi 188 leiki til að ná 100 mörkum fyrir Barcelona.

Neymar hefur skorað 64 mörk í spænsku úrvalsdeildinni, 14 í bikarkeppninni, 21 í Meistaradeild Evrópu og eitt í spænska Ofurbikarnum síðan hann kom til Barcelona sumarið 2013.

„Ég er ánægður með að hafa skorað mitt hundraðasta mark og ég tileinka það liðsfélögum mínum sem hafa alltaf hjálpað mér,“ sagði Neymar eftir leikinn gegn Granada í gær.

Lionel Messi var í leikbanni en það kom ekki að sök gegn næstneðsta liði deildarinnar. Með sigrinum minnkaði Barcelona forskot toppliðs Real Madrid niður í tvö stig. Real Madrid á þó enn leik til góða á Barcelona.


Tengdar fréttir

Börsungar söknuðu Messi ekkert gegn Granada

Luis Suárez sá til þess að Barcelona saknaði ekki Lionel Messi þegar liðið sótti Granada heim í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-3, Barcelona í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×